Stað- og fjarnámskeið

Áfangastaðurinn Ísland

- opið námskeið í leiðsögunámi
Verð 108.500 kr.
Í gangi

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Þri. og fim. 9. - 30. apríl kl. 17:00 - 19:55 (7x)

21 klst.

Guðmundur Björnsson, ferðamálafræðingur og leiðsögumaður.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum undirstöðuþekkingu á ferðamannalandinu Íslandi og helstu áfangastöðum og ferðaleiðum sem þar er að finna. Jafnframt er leitast við að veita þátttakendum hagnýta þjálfun til að þeir geti skipulagt ferðir um landið. Ferðaleiðir skoðaðar með tilliti til aðdráttarafls þeirra, afþreyingamöguleika og upplifunar ferðamanna. Farið í sýndarferðalög víðs vegar um landið og dregið saman það helsta um hverja leið með tilliti til samfélags þess svæðis sem ferðast er um, náttúru, sögu og menningu.

Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í að afla gagna til að skipuleggja ferðir um Ísland fyrir ólíka hópa ferðamanna, miðlun upplýsinga til ferðamanna og pistlagerð.

Á námskeiðinu er fjallað um

Ferðaleiðir í öllum landshlutum.

Ávinningur þinn

Að loknu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur geti:

Aflað gagna til að skipuleggja ferðir um Ísland fyrir ólíka hópa ferðamanna.
Aflað upplýsinga um mismunandi afþreyingarmöguleika hvers landssvæðis og sérkenni þess m.t.t. sögu, náttúru og samfélags.
Miðlað upplýsingum sem við eiga til ferðamanna á skilmerkilegan hátt.
Hannað á heildstæðan hátt pakkaferð um Ísland, þar sem notast er við kort og aðra myndræna framsetningu eins og við á.

Námsmat

Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.

Fjarnám

Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um ferðaþjónustu og leiðsögn. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áfangastaðurinn Ísland

Verð
108500

<span class="fm-plan">Markmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; veita &thorn;&aacute;tttakendum undirst&ouml;&eth;u&thorn;ekkingu &aacute; fer&eth;amannalandinu &Iacute;slandi og helstu &aacute;fangast&ouml;&eth;um og fer&eth;alei&eth;um sem &thorn;ar er a&eth; finna. Jafnframt er leitast vi&eth; a&eth; veita &thorn;&aacute;tttakendum hagn&yacute;ta &thorn;j&aacute;lfun til a&eth; &thorn;eir geti skipulagt fer&eth;ir um landi&eth;. Fer&eth;alei&eth;ir sko&eth;a&eth;ar me&eth; tilliti til a&eth;dr&aacute;ttarafls &thorn;eirra, af&thorn;reyingam&ouml;guleika og upplifunar fer&eth;amanna. Fari&eth; &iacute; s&yacute;ndarfer&eth;al&ouml;g v&iacute;&eth;s vegar um landi&eth; og dregi&eth; saman &thorn;a&eth; helsta um hverja lei&eth; me&eth; tilliti til samf&eacute;lags &thorn;ess sv&aelig;&eth;is sem fer&eth;ast er um, n&aacute;tt&uacute;ru, s&ouml;gu og menningu.</span>