

Valmynd
Þri. og fim. 16. nóv. - 12. des. kl. 17:00 - 19:55 (8x)
Ásdís Egilsdóttir bókmenntafræðingur.
Ástríður Magnúsdóttir listfræðingur.
Guðbrandur Benediktsson safnfræðingur.
Guðmundur Björnsson ferðamálafræðingur.
Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur.
María Gísladóttir arkitekt.
Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Fjallað verður um íslenska menningu og birtingarmyndir hennar frá upphafi fram á 21. öld. Þátttakendur munu fræðast um hversdagsmenningu þjóðarinnar í gegnum aldir, lifnaðarhætti hennar og efnismenningu og læra að skilja breytingarnar sem hafa átt sér stað. Leitast er við að skoða menninguna í öllum sínum birtingarmyndum án þess að einskorðast við einstök menningarsvið. Veitt er innsýn í bókmennta- og listasögu Íslands, rifjuð upp og dýpkuð þekking á ýmsum bókmenntagreinum sem og listgreinum á borð við myndlist, tónlist, byggingarlist, hönnun, leiklist, kvikmyndagerð og fleira.
Bókmennta- og listasögu Íslands.
Íslenska dægurmenningu.
Byggingarlist, þ.e. híbýli á Íslandi og þróun þeirra frá landnámi til loka 20. aldar.
Þjóðsagnahefð á Íslandi.
Alþýðumenning á Íslandi í fortíð og nútíð.
Þekking á efnismenningu Íslendinga og innsýn í varðveislu hennar, framsetningu og miðlun.
Þekking á lykilatriðum bókmenntasögu á Íslandi.
Þekking á íslenskri listasögu.
Þekking á íslenskri dægurmenningu.
Þekking á alþýðumenningu á Íslandi í fortíð og nútíð.
Þekking á því hvernig menning hefur breyst og tekið á sig nýjar myndir í mismunandi samhengi.
Þekking á því á hvernig margbreytileiki íslenskrar menningar birtist í umhverfinu og geti tengt saman atburði, sögur og arfleifð í frásagnir til ferðamanna.
Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.
Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.
Fyrir alla áhugasama um íslenska menningu og birtingarmyndir hennar frá upphafi fram á 21. öld. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Fjallað verður um íslenska menningu og birtingarmyndir hennar frá upphafi fram á 21. öld. Þátttakendur munu fræðast um hversdagsmenningu þjóðarinnar í gegnum aldir, lifnaðarhætti hennar og efnismenningu og læra að skilja breytingarnar sem hafa átt sér stað. Leitast er við að skoða menninguna í öllum sínum birtingarmyndum án þess að einskorðast við einstök menningarsvið. Veitt er innsýn í bókmennta- og listasögu Íslands, rifjuð upp og dýpkuð þekking á ýmsum bókmenntagreinum sem og listgreinum á borð við myndlist, tónlist, byggingarlist, hönnun, leiklist, kvikmyndagerð og fleira.</span>