Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Sköpunarkraftur og Svefn

Fyrir framhaldsskólakennara
Gjaldfrjálst

Fullbókað - Biðlisti í síma 525 4444
Nýtt

Fim. 20. og fös. 21. maí kl. 9:00 - 15:00

10 klst.

Fagleg umsjón: Brynja Margeirsdóttir, bm@tskoli.is.
Kennarar: Magnús Scheving, frumkvöðull og sérfræðingur í virkni og Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Félag lífsleiknikennara

Magnús Scheving deilir reynslu sinni og aðferðum á námskeiðinu og fer meðal annars yfir hvernig maður fær hugmyndir, hvernig maður velur þær og hvernig maður stækkar þær. Hvernig hægt er að virkja drifkaftinn sinn til að koma hlutum í verk. Hvernig skólakerfið gæti eflt nemendur sína með því að nota sköpunarkraft og hugmyndaauðgi og hvernig hægt væri að skila heilbrigðum einstaklingum á sál og líkama út úr skólakerfinu.

Fjallað um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur. Fjallað verður um svefnþörf fólks og farið yfir íslenskar tölur er varða svefn barna og fullorðinna. Fjallað verður um algeng svefnvandamál og farið yfir greiningu og meðferð þeirra ásamt því að lögð verður áhersla á þætti sem stuðla að góðum nætursvefni. Erla er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð á svefnleysi og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns.

Fyrir hverja

Framhaldsskólakennara og kennara á öðrum skólastigum, ef pláss leyfir.

Námskeiðið er starfandi framhaldsskólakennurum í að minnsta kosti 50% starfi, að kostnaðarlausu en aðrir greiða 38.000 kr. Þeir sem óska eftir því að sækja námskeiðið á sinn kostnað eru beðnir um að skrá það í athugasemdir og greiðsluseðill verður þá sendur til viðkomandi.

Sköpunarkraftur og Svefn

Verð
0