

Valmynd
Þri. og fim. 24. okt. - 14. nóv. kl. 17:00 - 19:55 (7x)
Viðar Pálsson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Skoðaðir eru meginatburðir í sögu Íslands frá landnámi, sjálfsmynd þjóðarinnar og samskipti við aðrar þjóðir. Áhersla er lögð á að skilja söguna út frá fræðilegu sjónarhorni og öðlast gagnrýna sýn á hvers konar söguskoðun.
Víkingaöld, landnám, upphaf byggðar og fornleifar.
Lög og réttarfar fyrri alda, stjórnarstofnanir og embættismenn.
Þjóðveldisöld, Sturlungaöld, upphaf konungsvalds.
Ritmenningu fyrri alda, sagnaritun og bókmenntir, heimildagrundvöll sögunnar.
Kristnitöku, staðamál og eflingu kirkjuvalds, siðaskipti, kristna menningu.
Verslun og efnahag fyrri alda, útflutning og erlenda farmenn við Ísland, einokunarverslun, lífsbjörg og plágur, byggð og mannfjölda.
Upphaf nútíma, upplýsingu, rómantík og þjóðernishyggju, sjálfstæðisbaráttu, heimsstyrjaldir og þorskastríð, lýðræði og réttindi.
Að loknu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur geti:
Gert grein fyrir einkennum og stöðu Íslands í heiminum í ljósi sögunnar.
Aflað upplýsinga um sögu landsins á fjölbreyttan hátt og metið þær upplýsingar frá ólíkum sjónarhornum.
Metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu.
Rætt um þætti sem mótað hafa Íslandssöguna.
Dregið upp mynd af afmörkuðum atburðum í Íslandssögunni.
Samið stuttan texta um afmörkuð efni Íslandssögunnar.
Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.
Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.
Fyrir alla áhugasama um að skoða meginatburði í sögu Íslands frá landnámi, sjálfsmynd þjóðarinnar og samskipti við aðrar þjóðir. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Skoðaðir eru meginatburðir í sögu Íslands frá landnámi, sjálfsmynd þjóðarinnar og samskipti við aðrar þjóðir. Áhersla er lögð á að skilja söguna út frá fræðilegu sjónarhorni og öðlast gagnrýna sýn á hvers konar söguskoðun.</span>