Stað- og fjarnámskeið

Jarðfræði Íslands

- opið námskeið í leiðsögunámi
Skráning til og með 1. febrúar Verð 108.500 kr.

Þri. og fim. 1. - 22. feb. kl. 17:00 - 19:55 (7x)

21 klst.

Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Farið verður yfir þau ferli sem hafa myndað og mótað Ísland í tímans rás út frá sjónarhóli innrænna og útrænna afla. Jafnframt er veðurfarssaga Íslands tekin fyrir sem og áhrif loftslagsbreytinga á myndunarsögu landsins. Einnig er veitt innsýn í íslenskar náttúruauðlindir og nýtingu þeirra (til dæmis jarðhita og vatnsaflsvirkjanir). Sérstök áhersla er lögð á sérkenni íslenskrar náttúru, þar á meðal afleiðingar einangrunar og þá umhverfisþætti sem áhrif hafa haft á mótun íslensks landslags og náttúrufars. Lögð er áhersla á jarðfræðilæsi þátttakenda með tengingu námsefnis við raunveruleg dæmi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Uppruna Íslands - flekakenninguna og möttulstrókinn.
Berggrunn - berg og steindir.
Jarðgrunn - set, skriðuföll, ísaldaminjar og námur.
Vatn og ár - stöðuvötn, jökla og jarðhita.
Eldvirkni - eldstöðvakerfi og gossögu.
Jarðskjálfta - náttúruvá.
Landshlutajarðfræði.

Ávinningur þinn

Að loknu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur geti:
Tjáð sig um jarðfræðileg ferli með hugtökum jarðfræðinnar.
Fjallað á heildstæðan hátt um myndun og mótun Íslands og sett Ísland í alþjóðlegt jarðsögulegt samhengi.
Útskýrt samspil ráðandi ferla í myndun og mótun lands.
Fjallað um veðurfarssögu landsins og hvernig hún tengist mótun landsins sem og landfræðilegri legu þess.
Lesið í landið, tengt saman mismunandi umhverfisaðstæður og sett þær í landmótunarlegt samhengi.
Sett saman náttúruvænar ferðalýsingar.

Námsmat

Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.

Fjarnám

Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um jarðfræði Íslands. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jarðfræði Íslands

Verð
108500

<span class="fm-plan">Fari&eth; ver&eth;ur yfir &thorn;au ferli sem hafa mynda&eth; og m&oacute;ta&eth; &Iacute;sland &iacute; t&iacute;mans r&aacute;s &uacute;t fr&aacute; sj&oacute;narh&oacute;li innr&aelig;nna og &uacute;tr&aelig;nna afla. Jafnframt er ve&eth;urfarssaga &Iacute;slands tekin fyrir sem og &aacute;hrif loftslagsbreytinga &aacute; myndunars&ouml;gu landsins. Einnig er veitt inns&yacute;n &iacute; &iacute;slenskar n&aacute;tt&uacute;ruau&eth;lindir og n&yacute;tingu &thorn;eirra (til d&aelig;mis jar&eth;hita og vatnsaflsvirkjanir). S&eacute;rst&ouml;k &aacute;hersla er l&ouml;g&eth; &aacute; s&eacute;rkenni &iacute;slenskrar n&aacute;tt&uacute;ru, &thorn;ar &aacute; me&eth;al aflei&eth;ingar einangrunar og &thorn;&aacute; umhverfis&thorn;&aelig;tti sem &aacute;hrif hafa haft &aacute; m&oacute;tun &iacute;slensks landslags og n&aacute;tt&uacute;rufars. L&ouml;g&eth; er &aacute;hersla &aacute; jar&eth;fr&aelig;&eth;il&aelig;si &thorn;&aacute;tttakenda me&eth; tengingu n&aacute;msefnis vi&eth; raunveruleg d&aelig;mi.</span>