Stað- og fjarnámskeið

Íslenskt nútímasamfélag

- opið námskeið í leiðsögunámi
Verð 89.900 kr.
Í gangi

Þri. og fim. 28. sept. - 12. okt. kl. 17:00 - 19:55 (5x)

15 klst.

Guðmundur Björnsson, ferðamálafræðingur og leiðsögumaður.

Endurmenntun, Dunhaga 7. Námskeiðið fer einnig fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á þessu námskeiði er fjallað um íslenskt nútímasamfélag og þróun þess út frá ýmsum þáttum, svo sem lýðfræði, landfræði, félagsvísindum og heilsuvísindum. Megináherslan verður á þjóðfélagið eins og það er í dag, það sem er efst á baugi hverju sinni. Farið er yfir þróun byggða og svæða og helstu grunnhugtök íslensks samfélags með áherslu á stjórnskipun þess og fjallað um ýmsa þætti innan opinberrar stjórnsýslu, velferðarkerfið, innlend stjórnmál og tengsl þess við alþjóðasamfélagið, vinnumarkað og innflytjendur. Enn fremur er fjallað um þær breytingar sem hafa átt sér stað í íslensku efnahagslífi og mögulegar afleiðingar þess á samfélagið ásamt stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Ísland í tölum og innviði þess.
Velferðasamfélagið.
Atvinnuvegi Íslands.
Íslensku fjölskylduna og trúarlíf Íslendinga.
Byggðarþróun og innflytjendamál.

Ávinningur þinn

Undirstöðuþekking á samspili efnahagslífs, stjórnmála og félagsgerða í nútímanum.
Þekking og geta til að útskýra helstu stjórnskipulagskerfi sem mynda íslenska samfélagið svo sem mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið, vinnumarkaðinn, þróun innflytjendamála, formgerð og hlutverk fjölskyldunnar.
Þekking á sögu byggðaþróunar á Íslandi.
Þekking á helstu hugtökum og verkfærum lýðfræði við mat og skýringar á mannfjöldaþróun, þróun atvinnuhátta og málefnum einstaklinga og fjölskyldna ásamt því að geta nýtt sér helstu upplýsingaveitur til uppfærslu tölulegra upplýsinga og breytinga á íslenska samfélaginu.

Námsmat

Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.

Fjarnám

Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.

Fyrir hverja

Fyrir alla áhugasama um íslenskt nútímasamfélag og þróun þess. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Íslenskt nútímasamfélag

Verð
89900

<span style="font-size: 12px;" >&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i er fjalla&eth; um &iacute;slenskt n&uacute;t&iacute;masamf&eacute;lag og &thorn;r&oacute;un &thorn;ess &uacute;t fr&aacute; &yacute;msum &thorn;&aacute;ttum, svo sem l&yacute;&eth;fr&aelig;&eth;i, landfr&aelig;&eth;i, f&eacute;lagsv&iacute;sindum og heilsuv&iacute;sindum. Megin&aacute;herslan ver&eth;ur &aacute; &thorn;j&oacute;&eth;f&eacute;lagi&eth; eins og &thorn;a&eth; er &iacute; dag, &thorn;a&eth; sem er efst &aacute; baugi hverju sinni. Fari&eth; er yfir &thorn;r&oacute;un bygg&eth;a og sv&aelig;&eth;a og helstu grunnhugt&ouml;k &iacute;slensks samf&eacute;lags me&eth; &aacute;herslu &aacute; stj&oacute;rnskipun &thorn;ess og fjalla&eth; um &yacute;msa &thorn;&aelig;tti innan opinberrar stj&oacute;rns&yacute;slu, velfer&eth;arkerfi&eth;, innlend stj&oacute;rnm&aacute;l og tengsl &thorn;ess vi&eth; al&thorn;j&oacute;&eth;asamf&eacute;lagi&eth;, vinnumarka&eth; og innflytjendur. Enn fremur er fjalla&eth; um &thorn;&aelig;r breytingar sem hafa &aacute;tt s&eacute;r sta&eth; &iacute; &iacute;slensku efnahagsl&iacute;fi og m&ouml;gulegar aflei&eth;ingar &thorn;ess &aacute; samf&eacute;lagi&eth; &aacute;samt st&ouml;&eth;u &Iacute;slands &iacute; al&thorn;j&oacute;&eth;legu samhengi.</span>