

Valmynd
Þri. og fim. 9. - 30. jan. kl. 17:00 - 19:55 (7x)
Edda Elísabet Magnúsdóttir líffræðingur.
Jónas P. Jónasson sjávarlíffræðingur.
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur.
Rannveig Thoroddsen grasafræðingur.
Stefán Óli Steingrímsson líffræðingur.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Fjallað er um lífríki Íslands, uppruna, einkenni og sérstöðu. Kynntir eru helstu flokkar plantna og kjörsvæði þeirra og fjallað um þróun gróðurfars hér á landi í gegnum jarðsögu landsins. Jafnframt er rætt um hlutverk landhnignunar í gróðurfarssögu landsins og veitt innsýn í sögu landgræðslu og skógræktar. Enn fremur er farið í ýmsar nytjar plantna til matar, lyfjagerðar eða annars.
Fjallað er um íslensk húsdýr, innflutning þeirra og nýtingu í gegnum aldirnar, sem og villt spendýr á og við landið, veiðar þeirra og nýtingu. Áhersla er lögð á fuglalíf á Íslandi, tegundir og kjörsvæði, og helstu fiskistofna ásamt fiskveiðum og þróun þeirra. Fjallað er um vatna- og sjávarlíffræði, mengun sjávar og sjávarnytjar.
Helstu hópar villtra hryggdýra (fiskar, fuglar og spendýr) verða kynntir með tilliti til flokkunar og lífshátta með sérstaka áherslu á íslenskar tegundir.
Sögu lands og lífríkis.
Lífríki sjávar og ferskvatns.
Lífríki þurrkendis og staða íslenska lífríkisins - lífbreytileiki.
Fánu Íslands, fugla, spendýr, húsdýr, skordýr og skeldýr.
Flóra Íslands, plöntur, sveppir og fléttur.
Gróðursaga og gróðurlendi.
Landgræðsla og skógrækt, válistar og friðun.
Að loknu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur geti:
Fjallað um flóru og fánu Íslands.
Sagt frá notagildi hinna ýmsu gróður- og dýrategunda í fortíð og nútíð.
Útskýrt sérstöðu lífríkis Íslands og hvað það er sem skapar þessa sérstöðu.
Útskýrt samspil ráðandi ferla í vistkerfi landsins.
Lesið í landið, tengt saman mismunandi umhverfisaðstæður og sett þær í
náttúrufræðilegt samhengi.
Sett saman náttúruvænar ferðalýsingar.
Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.
Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.
Fyrir alla áhugasama um lífríki Íslands, flóru og fánu. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Fjallað er um lífríki Íslands, uppruna, einkenni og sérstöðu. Kynntir eru helstu flokkar plantna og kjörsvæði þeirra og fjallað um þróun gróðurfars hér á landi í gegnum jarðsögu landsins. Jafnframt er rætt um hlutverk landhnignunar í gróðurfarssögu landsins og veitt innsýn í sögu landgræðslu og skógræktar. Enn fremur er farið í ýmsar nytjar plantna til matar, lyfjagerðar eða annars. <br/>Fjallað er um íslensk húsdýr, innflutning þeirra og nýtingu í gegnum aldirnar, sem og villt spendýr á og við landið, veiðar þeirra og nýtingu. Áhersla er lögð á fuglalíf á Íslandi, tegundir og kjörsvæði, og helstu fiskistofna ásamt fiskveiðum og þróun þeirra. Fjallað er um vatna- og sjávarlíffræði, mengun sjávar og sjávarnytjar. <br/>Helstu hópar villtra hryggdýra (fiskar, fuglar og spendýr) verða kynntir með tilliti til flokkunar og lífshátta með sérstaka áherslu á íslenskar tegundir. </span>