

Valmynd
Þri. og fim. 5. - 26. sept. kl. 17:00 - 19:55 (7x í viðveru + 3 klst. í upptöku).
Guðmundur Björnsson, ferðamálafræðingur og leiðsögumaður.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Þátttakendur fá þjálfun í framsögn og leiðir til árangursríkra samskipta verða kynntar. Menningarmunur skoðaður með áherslu á að þekkja og skilja helstu atriði er snúa að framkomu við ólíka menningarhópa. Þátttakendur kynnast aðferðum umhverfistúlkunar og farið verður yfir helstu þætti er snúa að starfi leiðsögumannsins. Fjallað er um lykilþætti á borð við leiðtogahæfni og um samskipti við samstarfsmenn, svo sem bílstjóra, hópstjóra, staðarleiðsögumenn o.fl. Einnig er farið yfir skipulagningu ferða, ferðagögn, tímasetningar, tímastjórnun og hvernig leiðsögumaðurinn kemur sér á framfæri.
Að loknu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur:
Kunni að beita skipulögðum vinnubrögðum.
Kunni að setja upp hnitmiðaða pistla þar sem vitnað er í heimildir.
Geti tekið á móti hópum ferðamanna af ólíkum uppruna og með mismunandi þarfir.
Geti miðlað fróðleik til ferðamanna á áhugaverðan hátt.
Geti beitt aðferðum umhverfistúlkunar.
Kunni skil á skipulagningu og undirbúningi ferða.
Geti framkvæmt ferðir með aðferðum „Án Ummerkja“.
Þekki réttindi og skyldur leiðsögumanna.
Geti brugðist við vá.
Þátttakendur hafa val um að þreyta námsmat sem byggir á stuttum könnunum, pistlum og verkefnum. ATH. að námsmat getur teygt sig fram yfir lokadagsetningu námskeiðs. Með því að ljúka námsmati hefur þátttakandi möguleika á að fá námskeiðið metið inn í leiðsögunámi Endurmenntunar.
Námskeiðið er bæði hægt að sækja í staðnámi og fjarnámi. Fyrirlestrar eru teknir upp og nemendur geta hlustað á upptökur þegar þeim hentar.
Fyrir alla áhugasama um leiðsögn og ferðaþjónustu. Námskeiðið er tilvalið til endurmenntunar leiðsögumanna.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Þátttakendur fá þjálfun í framsögn og leiðir til árangursríkra samskipta verða kynntar. Menningarmunur skoðaður með áherslu á að þekkja og skilja helstu atriði er snúa að framkomu við ólíka menningarhópa. Þátttakendur kynnast aðferðum umhverfistúlkunar og farið verður yfir helstu þætti er snúa að starfi leiðsögumannsins. Fjallað er um lykilþætti á borð við leiðtogahæfni og um samskipti við samstarfsmenn, svo sem bílstjóra, hópstjóra, staðarleiðsögumenn o.fl. Einnig er farið yfir skipulagningu ferða, ferðagögn, tímasetningar, tímastjórnun og hvernig leiðsögumaðurinn kemur sér á framfæri.</span>