Staðnámskeið

Stjórnsýsluendurskoðun og opinber fjármál (VIÐ295F)

Skráning til og með 15. desember Verð 75.000 kr.

Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2023.
Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

30.5 klst.

Gestur Páll Reynisson og Einar Guðbjartsson, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Stjórnsýsluendurskoðun telst í dag nauðsynlegur þáttur endurskoðunar hjá opinbera geiranum og er viðbót við hina hefðbundnu fjárhagsendurskoðun. Markmið með henni er að veita stofnunum og fyrirtækjum ríkis og sveitarfélaga aðhald í rekstri með ábendingum um það sem betur má fara í stjórnun þeirra, skipulagningu, eftirliti, markmiðssetningu og verklagi.

Að kynna þátttakendum eðli og tilgang stjórnsýsluendurskoðunar, þann fræðilega grunn sem hún byggir á og hvað greinir hana frá hefðbundinni fjárhagsendurskoðun.
Jafnframt að þátttakendur fái innsýn í aðferðir stjórnsýsluendurskoðunar og beitingu þeirra hérlendis og víðar.

Ennfremur að þátttakendur öðlist nokkurn skilning á grundvallaratriðum opinberrar stjórnsýslu og þeim eðlismun sem er á opinbera geiranum og einkageiranum.
Opinber fjármál, lög nr. 123/2015. Ríki og sveitarfélög mynda saman hið opinbera. Opinber fjármál snúast um rekstur sameiginlegra sjóða. Eftirlit með þessu fjármagni er hjá Ríkisendurskoðun. Stefnumörkun í opinberum fjármálum grundvallast á fimm grunngildum: Sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi. Þessi grunngildi eru leiðarljós allra stefnumótunar og ákvarðana Alþingis og stjórnvalda í opinberum fjármálum.

Á þessu námskeiði verða tilgangur og markmið stjórnsýsluendurskoðunar rækilega kynnt. Farið verður yfir aðferðafræðina sem hún hvílir á og verkfæri hennar kynnt. Helstu efnisþættir námskeiðsins verða þessir: Opinber stjórnsýsla, endurskoðun í opinbera geiranum, fjármál hins opinbera, hagsýni-skilvirkni-markvirkni, framlagning niðurstaðna. Raunhæf dæmi verða tekin fyrir.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru samkennd námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau eru metin til MS-prófs við viðskiptafræðideild HÍ sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en ENDURMENNTUN HÍ sér um skráningar. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.
Sjá stundatöflu á heimasíðu viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stjórnsýsluendurskoðun og opinber fjármál (VIÐ295F)

Verð
75000