Staðnámskeið

Þróun mannauðs (VIÐ275F)

Skráning til og með 15. desember Verð 75.000 kr.

Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2023.
Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

37.34 klst.

Umsjón: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent
Kennari: Ásdís E Petersen, aðjunkt.

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Í forgrunni námskeiðsins er markviss stjórnun á þróun mannauðs í skipulagsheildum (Strategic Human Resource Development). Lögð er áhersla á að greina fræðileg skrif um lykilhugtök til þess að skapa góðan skilning og undirstöðu hæfni til árangursríkrar stjórnunar á þjálfun og starfsþróun mannauðs.

Tengt er við námskenningar (Learning Theories); fullorðinsfræðslu og skipulagt formlegt nám jafnt sem óformlegan lærdóm í vinnuumhverfinu. Rík áhersla er lögð á ferlið allt þ.e. mótun stefnu um þróun mannauðs, gerð þarfagreiningar, hönnun námsleiða, framkvæmd, eftirfylgni og mat á árangri. Stjórnun á þróun mannauðs verður sérstaklega skoðuð í samhengi við ýmsa þætti í starfsumhverfinu. Má þar nefna atriði eins og lítil og meðalstór fyrirtæki (HRD in SMEs), þróun í alþjóðlega umhverfinu (Global Trends) og áhrif á HRD. Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra (stoðdeildar) og hlutverk millistjórnenda þegar kemur að þróun mannauðs verða til skoðunar. Þá verður komið að siðferðilegum álitamálum í tengslum við þróun mannauðs (HRD and Business Ethics). Námið fer fram með fyrirlestrum, umræðum og hópavinnu.

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru samkennd námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau eru metin til MS-prófs við viðskiptafræðideild HÍ sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en ENDURMENNTUN HÍ sér um skráningar. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.
Sjá stundatöflu á heimasíðu viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Þróun mannauðs (VIÐ275F)

Verð
75000

<span class="fm-plan">&Iacute; forgrunni n&aacute;mskei&eth;sins er markviss stj&oacute;rnun &aacute; &thorn;r&oacute;un mannau&eth;s &iacute; skipulagsheildum (Strategic Human Resource Development). L&ouml;g&eth; er &aacute;hersla &aacute; a&eth; greina fr&aelig;&eth;ileg skrif um lykilhugt&ouml;k til &thorn;ess a&eth; skapa g&oacute;&eth;an skilning og undirst&ouml;&eth;u h&aelig;fni til &aacute;rangursr&iacute;krar stj&oacute;rnunar &aacute; &thorn;j&aacute;lfun og starfs&thorn;r&oacute;un mannau&eth;s.</span>