Valmynd
Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.
Umsjónarmaður: Friðrik Rafn Larsen, lektor
Háskóli Íslands - sjá stundatöflu
Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum aðferðir til að öðlast samkeppnisforskot á markaði og viðhalda því. Námskeiðið er byggt upp í kringum ferli stefnumiðaðrar markaðsfærslu með áherslu á greiningu, áætlanagerð og innleiðingu.
Litið er á stefnumótunina frá sjónarhóli fyrirtækisins í heild en ekki út frá þröngu markaðslegu sjónarhorni. Byggt verður á kennsluformi sem ýtir undir virka þátttöku nemenda. Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna.
Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.
Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.
Sjá upplýsingar um námskeiðið í Kennsluskrá HÍ og stundatöflu á heimasíðu Viðskiptafræðideildar.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum aðferðir til að öðlast samkeppnisforskot á markaði og viðhalda því. Námskeiðið er byggt upp í kringum ferli stefnumiðaðrar markaðsfærslu með áherslu á greiningu, áætlanagerð og innleiðingu.</span>