Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Alþjóðlegur skattaréttur

(VIÐ125F)
Verð 96.500 kr.
Í gangi

Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

26.7 klst.

Umsjónarmenn: Ásmundur G Vilhjálmsson, aðjunkt og Einar Guðbjartsson, dósent

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir reglur innlendra laga og alþjóða samninga um gerð og túlkun tvísköttunarsamninga.

Fjallað verður um fulla skattskyldu manna og fyrirtækja vegna heimilisfestar í ríki og upphafningu hennar í öðru hvoru aðildarríkja tvísköttunarsamnings ef maður eða fyrirtæki er samtímis heimilisfast í tveimur eða fleiri löndum.

Gerð verður grein fyrir reglum um takmarkaða skattskyldu og skiptingu skattlagningarréttar milli aðildarríkja tvísköttunarsamnings. Rætt verður um aðferðir til að milda tvískattlagningu samkvæmt innlendum rétti og tvísköttunarsamningi þegar tekjur eru skattlagðar í tveimur eða fleiri löndum. Farið verður yfir það hvernig unnt er að nota tvísköttunarsamninga við skattaskipulagningu með stofnun fyrirtækja í ólíkum löndum.

Upplýst verður um áhrif EBE- eða ESS-samningsins á skattalög einstakra ríkja, skaðlega skattasamkeppni og hvað gert hefur verið til að uppræta hana.

Nemendur verða þjálfaðir í notkun tvísköttunarsamninga með úrlausnum dæma og raunhæfra verkefna.

Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður hafi góða innsýn í það flókna kerfi sem innlendur réttur og tvísköttunarsamningar geta spunnið um fjárhagsráðstafanir manna og fyrirtækja í nútíma þjóðfélagi.

Hæfniviðmið:
Nemandi hafi góða þekkingu á reglum innlendra laga og alþjóða samninga um gerð og túlkun tvísköttunarsamninga. Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður hafi góða innsýn í það flókna kerfi sem innlendur réttur og tvísköttunarsamningar geta spunnið um fjárhagsráðstafanir manna og fyrirtækja í nútíma þjóðfélagi.

Undanfarar / Forkröfur:
Nauðsynleg undirstaða VIÐ221F Fyrirtækjaskattaréttur.
Nemendum er ekki heimilt að skrá sig í námskeið á seinna námsári, nema að hafa klárað 30 ECTS einingar í námskeiðum af fyrra námsári. Ef nemandi skráir sig samtímis, þ.e. á sama námsári, í námskeið sem kennd eru á fyrra og seinna námsárinu, þá er það gert á ábyrgð nemanda. Verkefnaskil og próf geta verið á sama tíma eða mjög nálægt hvort öðru í tímasetningu."


Umsókn:
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Mikilvægt er að umsækjendur skili vel útfylltu umsóknareyðublaði og láti viðeigandi prófskírteini fylgja með.

Sjá kennsluskrá hér:
Kennsluskrá HÍ

Sjá stundatöflu hér:
Stundatafla

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Alþjóðlegur skattaréttur

Verð
96500

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; &iacute;tarlega yfir reglur innlendra laga og al&thorn;j&oacute;&eth;a samninga um ger&eth; og t&uacute;lkun tv&iacute;sk&ouml;ttunarsamninga. </span>