Staðnámskeið

Forsetar Bandaríkjanna

- þeir bestu og þeir verstu
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 6. febrúar
Almennt verð 30.600 kr. 27.800 kr.
Nýtt

Fim. 16. feb. - 2. mars kl. 19:30 - 21:30 (3x)

6 klst.

Illugi Jökulsson rithöfundur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Forseti Bandaríkjanna er alla jafna valdamesti maður heims og hefur svo verið lengi. En hverjir eru þeir 45 einstaklingar sem gegnt hafa þessu starfi? Hvað hafa þeir afrekað og hvaða hafa þeir til saka unnið?

Frá því að George Washington var kjörinn fyrsti forseti Bandaríkjanna og þar til nú að Joe Biden á í vök að verjast, hefur persóna Bandaríkjaforseta alltaf vakið mikla athygli. Á þessu námskeiði fer Illugi Jökulsson yfir röð forsetanna frá upphafi og segir á þeim bæði kost og löst á líflegan og fjörlegan hátt.

Á námskeiðinu er fjallað um

Alla forsetana 45, jafnt þá allra frægustu, eins og Lincoln og Roosevelt, sem ýmsa skrýtna fugla sem gegnt hafa embættinu en fallið svo í gleymsku og dá. Hver voru áhrif forsetanna hvers um sig, hver er arfleifð þeirra?
Upphaf Bandaríkjanna og viðhorf hinna fyrstu forseta til sjálfstæðis og þrælahalds.
Þátt forsetanna í hinni ótrúlegu uppbyggingu Bandaríkjanna á 19. öld en líka dökkar hliðar hins uppvaxandi stórveldis. Hver var þáttur forsetanna í þjóðarmorðinu á frumbyggjum Bandaríkjanna?
Ýmsa leyndardóma sem enn eru á huldu. Var Warren Harding myrtur? Hver myrti Kennedy? Hvernig stóð á falli Nixons? Hvaða frambjóðendur hefðu átt að verða forsetar en féllu í kosningum?
Hina ótrúlegu tíð síðustu áratuga þegar pólarísering Bandaríkjanna birtist í svo gerólíkum forsetum sem Barack Obama og Donald Trump voru.

Ávinningur þinn

Þú færð að kynnast merkilegum atburðum en ekki síður merkilegum einstaklingum.
Hver er eini Bandaríkjaforsetinn sem ekki hafði ensku að móðurmáli?
Hver er eini forsetinn sem vitað er (ja, nærri því) að hafi verið samkynhneigður?
Hvaða forsetar voru myrtir — og hvers vegna?
Hvaða forseti fór á fyllerí með Jóni Ólafssyni — og lét hann splæsa?
Hvaða forseti var friðflytjandi á alþjóðavettvangi, en stækur rasisti heima við?
Hver var sannleikurinn um Kennedy forseta og Marilyn Monroe?
Er Trump versti forseti sögunnar, eða voru aðrir verri?
Hvað bjó á bak við brosmilt yfirbragð Ronald Reagan?

Fyrir hverja

Námskeið Illuga Jökulssonar eru fyrir almenning og ætluð þeim sem hafa áhuga á æsilegum sögulegum atburðum og baksviði þeirra. Illugi leggur sig fram um að útskýra atburði, strauma og stefnur þannig að engrar sérstakrar fyrir fram þekkingar er krafist.

Nánar um kennara

Illugi hefur kennt fjölda námskeiða hjá EHÍ um söguleg og menningarleg efni - allt frá Jesúa frá Nasaret til Rómarkeisara til sögu Úkraínu, Winstons Churchill, Hitlers og Stalíns.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur þurfa aðeins að taka með sér forvitni og áhuga, annan ekki. Spurningar eru mjög velkomnar og Illugi hvetur til umræðna í hópnum um efni námskeiðsins.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Forsetar Bandaríkjanna

Verð
30600

<span class="fm-plan">Forseti Bandar&iacute;kjanna er alla jafna valdamesti ma&eth;ur heims og hefur svo veri&eth; lengi. En hverjir eru &thorn;eir 45 einstaklingar sem gegnt hafa &thorn;essu starfi? Hva&eth; hafa &thorn;eir afreka&eth; og hva&eth;a hafa &thorn;eir til saka unni&eth;?</span>