Fjarnámskeið

Völsunga saga

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 10. september
Almennt verð 41.700 kr. 37.900 kr.
Nýtt

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Námskeiðið hefst föstudaginn 20. september en þá fá þátttakendur fjarnámskeiðs senda upptöku með fyrsta fyrirlestri námskeiðsins. Upptökur verða svo sendar hvern föstudag til og með 8. nóvember (8x).

16 klst.

Kennari námskeiðsins er Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Fjarnámskeið er frábær valkostur fyrir alla þá sem vilja njóta námskeiðsins á þeim stað eða tíma sem hentar best.

Einnig eru haldin staðnámskeið á þriðjudagskvöldum og miðvikudagsmorgnum.

Á námskeiðinu verður Völsunga saga (13. öld) lesin með hliðsjón af hetjukvæðum Eddu. Í hverjum tíma verður farið í efni nokkurra kafla, auk þess sem fjallað verður um tilteknar söguhetjur og skapgerðareinkenni þeirra.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvernig er Völsunga saga samsett?
Hvernig hetja er Sigurður Fáfnisbani?
Hvers eðlis er samband Sigurðar og Brynhildar og hvernig tekur Brynhildur á svikum og blekkingum Sigurðar?
Hver eru einkenni Gunnars, eiginmanns Brynhildar, og hvaða sagnir liggja að baki dauða hans í ormagryfju Atla konungs?
Hvað er það sem mótar skaplyndi Guðrúnar Gjúkadóttur, systur Gunnars og eiginkonu Sigurðar, og hvaðan spretta persónur á borð við Atla Húnakonung, Jörmunrek, konung Austgota, og Jónakur, síðasta eiginmanns Guðrúnar?
Hliðstæður þessara sagna verða skoðaðar í evrópsku samhengi, hvort heldur sem er í sagnaritun, kveðskap eða annars konar
listsköpun.

Á námskeiðinu er fjallað um

Völsunga sögu og hetjukvæði Eddu.
Íslenska og evrópska bókmenntasögu.
Mótun sagna og söguhetja.

Ávinningur þinn

Þekking á norrænum miðaldabókmenntum.
Þekking á evrópskri bókmenntasögu.
Aukið menningarlæsi.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér íslenskar miðaldabókmenntir. Ekki er gerð krafa um undirbúningsmenntun.

Nánar um kennara

Aðalheiður Guðmundsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er vítt og nær yfir ólíkar greinar miðaldabókmennta (einkum fornaldarsögur, riddarasögur, rímur og sagnadansa), kveðskap frá síðari öldum, sagnir og ævintýri. Aðalheiður vinnur nú að útgáfu fornaldarsagna og fjögurra binda ritröð um sömu sögur, sbr. Arf aldanna I–II (útg. 2021). Aðalheiður hefur verið gestakennari við háskóla víða um Evrópu.
Um birtingar hennar, sjá:
https://hi.academia.edu/A%C3%B0alhei%C3%B0urGu%C3%B0mundsd%C3%B3ttir

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Völsunga saga

Verð
41700

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur V&ouml;lsunga saga (13. &ouml;ld) lesin me&eth; hli&eth;sj&oacute;n af hetjukv&aelig;&eth;um Eddu. &Iacute; hverjum t&iacute;ma ver&eth;ur fari&eth; &iacute; efni nokkurra kafla, auk &thorn;ess sem fjalla&eth; ver&eth;ur um tilteknar s&ouml;guhetjur og skapger&eth;areinkenni &thorn;eirra. </span>