Fjarnámskeið

Ástríður, hetjur og dauði í Brennu-Njáls sögu

Verð 41.700 kr.
Í gangi

Námskeiðið hefst föstudaginn 29. september en þá fá þátttakendur fjarnámskeiðs senda upptöku með fyrsta fyrirlestri námskeiðsins. Upptökur verða svo sendar hvern föstudag til og með 17. nóvember (8x).

16 klst.

Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ. Gestakennari er Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum við HÍ og rithöfundur.

Námskeið

Fjarnámskeið er frábær valkostur fyrir alla þá sem vilja njóta námskeiðsins á þeim stað eða tíma sem hentar best.

Þetta námskeið er einnig í boði í staðnámi á þriðjudagskvöldum eða á miðvikudagsmorgnum.

Brennu-Njáls saga er meistarverk íslenskrar sagnaritunar, að líkindum rituð skömmu eftir að þjóðveldinu lauk og íslenskir ráðamenn sóru Noregskonungi hollustueiða 1262-1264. Allir þekkja hetjuna Gunnar, vitringinn Njál og konur þeirra Hallgerði og Bergþóru, en Njála hefur á að skipa fjölþættu persónugalleríi og haganlegri atburðafléttu. Höfundur horfir aftur til þess tíma þegar samfélagið sem hann ólst upp í varð til, í kringum árið 1000. Nú er það breytt og sýn hans á fortíðina er í senn írónísk og harmræn, en umfram allt litrík og lifandi.

Á þessu átta vikna námskeiði verður sagan rakin og staldrað við hnýsilega staði sem varpa ljósi á framvindu sögunnar, persónusköpun og skírskotun til samfélagsgerðar, hugmynda og atburða úr samtímanum. Hugað verður sérstaklega að frásagnarlist höfundar, persónusköpun og siðferðilegum undirtón sögunnar.

Á námskeiðinu er fjallað um

Brennu-Njáls sögu.
Hliðstæður við samtíma höfundar á Sturlungaöld.
Frásagnarlist.
Eftirminnilegar persónur.

Ávinningur þinn

Betri þekking á einu mesta listaverki bókmenntasögunnar.
Þekking á átökum Sturlungaaldar og tengsl við sagnaritun.
Frásagnarlist fornsagna.
Auðlegð íslenskra miðaldabókmennta.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um íslenskar fornsögur sem og öllum sem vilja hefja þá vegferð að kynna sér fornbókmenntir. Þetta er tilvalið námskeið fyrir kennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla, leiðsögumenn og aðra sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu.

Nánar um kennara

Torfi Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir.
Gestakennari í fimmtu viku verður Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum við HÍ og rithöfundur.
Báðir hafa þeir kennt fjölmörg námskeið hjá Endurmenntun sem notið hafa mikilla vinsælda.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ástríður, hetjur og dauði í Brennu-Njáls sögu

Verð
41700

<span class="fm-bold">Fjarn&aacute;mskei&eth; er fr&aacute;b&aelig;r valkostur fyrir alla &thorn;&aacute; sem vilja nj&oacute;ta n&aacute;mskei&eth;sins &aacute; &thorn;eim sta&eth; e&eth;a t&iacute;ma sem hentar best.<br/></span><span style="font-weight: bold;" ><br/></span><span class="fm-bold">&THORN;etta n&aacute;mskei&eth; er einnig &iacute; bo&eth;i &iacute; sta&eth;n&aacute;mi &aacute; <a target="_blank" href="https://endurmenntun.is/namskeid/1H23">&thorn;ri&eth;judagskv&ouml;ldum</a> e&eth;a &aacute; <a target="_blank" href="https://endurmenntun.is/namskeid/2H23">mi&eth;vikudagsmorgnum</a>.</span><span style="font-weight: bold;" ><br/><br/></span><span class="fm-plan">Brennu-Nj&aacute;ls saga er meistarverk &iacute;slenskrar sagnaritunar, a&eth; l&iacute;kindum ritu&eth; sk&ouml;mmu eftir a&eth; &thorn;j&oacute;&eth;veldinu lauk og &iacute;slenskir r&aacute;&eth;amenn s&oacute;ru Noregskonungi hollustuei&eth;a 1262-1264. Allir &thorn;ekkja hetjuna Gunnar, vitringinn Nj&aacute;l og konur &thorn;eirra Hallger&eth;i og Berg&thorn;&oacute;ru, en Nj&aacute;la hefur &aacute; a&eth; skipa fj&ouml;l&thorn;&aelig;ttu pers&oacute;nugaller&iacute;i og haganlegri atbur&eth;afl&eacute;ttu. H&ouml;fundur horfir aftur til &thorn;ess t&iacute;ma &thorn;egar samf&eacute;lagi&eth; sem hann &oacute;lst upp &iacute; var&eth; til, &iacute; kringum &aacute;ri&eth; 1000. N&uacute; er &thorn;a&eth; breytt og s&yacute;n hans &aacute; fort&iacute;&eth;ina er &iacute; senn &iacute;r&oacute;n&iacute;sk og harmr&aelig;n, en umfram allt litr&iacute;k og lifandi.</span>