Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Húsakönnun

– skráning og mat á varðveislugildi húsa og mannvirkja
Verð 93.400 kr.

Mið. 22. og fim. 23. sept. kl. 9:00 - 16:30

14 klst.

Guðný Gerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi minjavörður Reykjavíkur og nágrennis hjá Minjastofnun Íslands, Guðlaug Vilbogadóttir, verkefnastjóri á rannsóknar- og miðlunarsviði hjá Minjastofnun Íslands, María Gísladóttir, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Minjastofnunar Íslands, Drífa Kristín Þrastardóttir hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður í Skagafirði.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Minjastofnun Íslands

Skráning húsa og mannvirkja og gerð húsakannana er mikilvægur þáttur þess að tryggja verndun og varðveislu byggingararfsins. Húsaskrá er gagnagrunnur sem í eru skráðar upplýsingar um hús og mannvirki. Húsaskráin verður grunnur að húsakönnun þar sem lagt er mat á varðveislugildi einstakra bygginga og svipmóts byggðar. Tilgangur skráningarinnar er að öðlast yfirsýn yfir byggingararfinn sem leggur grunn að því að unnt sé að móta stefnu um verndun hins byggða umhverfis.

Húsakönnun er byggingarlistaleg og menningarsöguleg könnun sem felst í skráningu húsa og mannvirkja og er studd sagnfræðilegum heimildum, vettvangskönnun og mati á varðveislugildi einstakra húsa, húsasamstæða og byggðaheilda. Húsakönnun felur í sér skoðun á byggingarlist, menningarsögu og umhverfi húsa og mannvirkja innan tiltekins svæðis og byggir á greiningu á einkennandi þáttum í svipmóti byggðarinnar. Með húsakönnun er lagður grundvöllur að ákvörðunum sem varða verndun byggðar með það að markmiði að tryggja að þær byggi á faglegum rökum.

Samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 skal skrá hús og mannvirki vegna skipulagsgerðar og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 skal gera húsakönnun þegar unnið er deiliskipulag í hverfum sem þegar eru byggð. Með lögum um menningarminjar er Minjastofnun Íslands falið að vinna að stefnumörkun um verndun byggingararfs. Stofnunin hefur því gefið út skráningarstaðal og leiðbeiningar um skráningu húsa og mannvirkja og gerð húsakannana með það að markmiði að samræma skráningu húsa og mannvirkja á landsvísu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Tilgang með gerð húsakannana.
Hugin, skráningarstaðal Minjastofnunar Íslands um skráningu húsa og mannvirkja og rafrænt skráningarform.
Aðferðafræði og verklag við mat á varðveislugildi húsa og mannvirkja.
Gagnaöflun og heimildavinnu við gerð húsakannana.
Vettvangsskoðun og vettvangsskráningu.
Framsetningu og skil á gögnum.
Gerð raunhæfs verkefnis sem þjálfar þátttakendur í gerð húsakannana.

Ávinningur þinn

Öðlast færni við skráningu húsa og mannvirkja og gerð húsakannana.
Kynnast aðferðum við mat á varðveislugildi húsa, mannvirkja og svipmóts byggðar.
Læra að vinna með skráningarstaðalinn Hugin.

Fyrir hverja

Fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og færni til þess að taka að sér skráningu húsa og mannvirkja og gerð húsakannana, svo sem arkitekta, sagnfræðinga, þjóðfræðinga og listfræðinga.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur eru beðnir um að hafa meðferðis fartölvu og myndavél á námskeiðið. Námsgögn eru innifalin í námskeiðsverði, m.a. leiðbeiningarrit Minjastofnunar Íslands um gerð húsakannana sem verður aðgengilegt á vef Minjastofnunar,
www.minjastofnun.is

Fyrirvari um námskeið:
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Guðný Gerður Gunnarsdóttir er þjóðfræðingur frá Háskólanum í Lundi. Hún hefur unnið við byggingarsögulegar rannsóknir í Reykjavík og á Akureyri. Hún er fyrrverandi borgarminjavörður og fyrrverandi minjavörður Reykjavíkur og nágrennis hjá Minjastofnun Íslands.

Guðlaug Vilbogadóttir er fornleifafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður hjá Húsafriðunarnefnd en er nú verkefnastjóri á rannsóknar- og miðlunarsviði hjá Minjastofnun Íslands.

María Gísladóttir er arkitekt frá Arkitektaskólanum í Árósum og hefur starfað við gerð húsakannana hjá Borgarsögusafni- Árbæjarsafni. Starfar nú sem verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Minjastofnunar Íslands.

Drífa Kristín Þrastardóttir er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands og M.A. í listasögu frá Courtauld Institute of Art í London. Hún starfar sem verkefnastjóri húsverndar við gerð húsakannana hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur.

Sólborg Una Pálsdóttir er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fornleifafræði frá University of York, Bretlandi. Sólborg starfar sem héraðsskjalavörður í Skagafirði.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Húsakönnun

Verð
93400

<span class="fm-plan">Skr&aacute;ning h&uacute;sa og mannvirkja og ger&eth; h&uacute;sakannana er mikilv&aelig;gur &thorn;&aacute;ttur &thorn;ess a&eth; tryggja verndun og var&eth;veislu byggingararfsins. H&uacute;saskr&aacute; er gagnagrunnur sem &iacute; eru skr&aacute;&eth;ar uppl&yacute;singar um h&uacute;s og mannvirki. H&uacute;saskr&aacute;in ver&eth;ur grunnur a&eth; h&uacute;sak&ouml;nnun &thorn;ar sem lagt er mat &aacute; var&eth;veislugildi einstakra bygginga og svipm&oacute;ts bygg&eth;ar. Tilgangur skr&aacute;ningarinnar er a&eth; &ouml;&eth;last yfirs&yacute;n yfir byggingararfinn sem leggur grunn a&eth; &thorn;v&iacute; a&eth; unnt s&eacute; a&eth; m&oacute;ta stefnu um verndun hins bygg&eth;a umhverfis. </span>