Staðnámskeið

Skipulag og hönnun

- sálræn áhrif af náttúru og byggðu umhverfi á líðan
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 2. mars
Almennt verð 38.400 kr. 34.900 kr.

Þri. 12. mars kl. 08:30 - 12:00

3.5 klst.

Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu verður rætt um þau áhrif sem náttúra og manngert umhverfi getur haft á líðan fólks. Fjallað er um hvernig megi bæta gæði umhverfis og þannig stuðla að vellíðan og bættri heilsu. Námskeiðið er ætlað hönnuðum sem vilja auka þekkingu sína á því hvernig hanna megi manngert umhverfi sem eykur vellíðan og heilbrigði fólks.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að kynna, skoða og ræða áhrif náttúru og byggðs umhverfis á andlega, líkamlega og félagslega líðan fólks út frá umhverfissálfræði. Umhverfissálfræði er víðfeðm og mjög rísandi grein innan sálfræðinnar. Hún hefur ótalmarga snertifleti og hefur því nýst afar vel í þverfaglegri vinnu af ýmsu tagi.

Tilgangur námskeiðsins er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi sálrænna áhrifa umhverfisins í hinu daglega amstri. Jafnframt að sýna hvernig nýta megi þekkingu umhverfissálfræðinnar til sköpunar á manngerðu umhverfi.

Lögð verður áhersla á umræður og skoðanaskipti en leitast verður við að ræða málin út frá íslenskum veruleika.

Á námskeiðinu er fjallað um

Samspil umhverfis, streitu og sálfræðilegrar endurheimtar.
Sálræn áhrif af manngerðu umhverfi; umlykingu og fjölbreytileika, mælikvarða og hlutföll, menningu og staðaranda.
Sálræn áhrif náttúru og grænna svæða.

Ávinningur þinn

Aukinn skilningur og vitund um sálfræðileg áhrif umhverfis.
Aukin þekking á samspili fólks og umhverfis.
Aukinn skilningur á mikilvægi þess að huga að sálrænum áhrifum umhverfis þegar kemur að skipulagi og hönnun þess.
Þekking á leiðum til að auka sálræn gæði umhverfis.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað hönnuðum sem vilja auka þekkingu sína á því hvernig megi hanna manngert umhverfi sem eykur vellíðan og heilsu þeirra sem þar dvelja. Þá nýtist námskeiðið öllum þeim sem áhuga hafa á sálfræðilegu samspili fólks og umhverfis og vilja kynna sér umhverfissálfræði betur.

Nánar um kennara

Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney. Hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort sem um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi. Páll hefur áralanga reynslu af skipulagsmálum og verkefnum er snúa að verndun byggingararfsins. Þá hefur Páll unnið að rannsóknum bæði við Háskólann í Reykjavík og gegnum fyrirtæki sitt ENVALYS. Þá er Páll fyrirlesari, pistlahöfundur og stundakennari við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skipulag og hönnun

Verð
38400

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur r&aelig;tt um &thorn;au &aacute;hrif sem n&aacute;tt&uacute;ra og manngert umhverfi getur haft &aacute; l&iacute;&eth;an f&oacute;lks. Fjalla&eth; er um hvernig megi b&aelig;ta g&aelig;&eth;i umhverfis og &thorn;annig stu&eth;la a&eth; vell&iacute;&eth;an og b&aelig;ttri heilsu. N&aacute;mskei&eth;i&eth; er &aelig;tla&eth; h&ouml;nnu&eth;um sem vilja auka &thorn;ekkingu s&iacute;na &aacute; &thorn;v&iacute; hvernig hanna megi manngert umhverfi sem eykur vell&iacute;&eth;an og heilbrig&eth;i f&oacute;lks.</span>