Staðnámskeið

Áhrif umhverfis innandyra á líðan og heilsu fólks

Verð 38.400 kr.
Í gangi

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Þri. 5. mars. kl. 8:30 - 12:00

3.5 klst.

Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Flestir verja stórum hluta tíma síns innandyra. Umhverfi innandyra er samspil ólíkra þátta og hefur mismunandi áhrif á fólk. Þannig hefur umhverfið heima önnur áhrif en vinnuumhverfið, það er ólík upplifun að vera í skóla eða á sjúkrahúsi, í verslun eða leikhúsi.

Á námskeiðinu verður rætt vítt og breitt um áhrif umhverfis innandyra á líðan og heilsu fólks og verða fjölbreyttar gerðir umhverfis skoðaðar. Velt verður vöngum yfir því hvernig bæta megi gæði umhverfis og þannig stuðla að vellíðan og bættri heilsu.

Tilgangur námskeiðsins er að vekja þátttakendur til umhugsunar um sálræn áhrif umhverfis innandyra. Einnig að sýna lærðum sem leiknum hvernig nýta megi þekkingu umhverfissálfræði til að hanna og skipuleggja mannvænna umhverfi innandyra.

Lögð verður áhersla á umræður og skoðanaskipti en leitast verður við að ræða málin út frá íslenskum veruleika.

Á námskeiðinu er fjallað um

Upplifun fólks af fjölbreyttu umhverfi innandyra.
Sálræn áhrif ýmissa þátta, t.d. hávaða, birtu, gróðurs, lita, skipulags/hönnunar, listaverka.
Hvernig ólíkir persónuleikar upplifa sambærilegt umhverfi.
Mikilvægi góðs umhverfis innandyra fyrir heilsu og velferð.

Ávinningur þinn

Aukinn skilningur og vitund um sálræn áhrif umhverfis.
Aukin þekking á samspili fólks og umhverfis.
Aukinn skilningur á mikilvægi þess að huga að sálfræðilegum áhrifum umhverfis innandyra þegar kemur að skipulagi og hönnun þess.
Þekking á leiðum til að auka sálræn gæði umhverfis.

Fyrir hverja

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem áhuga hafa á sálfræðilegu samspili fólks og umhverfis.

Nánar um kennara

Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney. Hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort sem um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi. Páll hefur áralanga reynslu af skipulagsmálum og verkefnum er snúa að verndun byggingararfsins. Þá hefur Páll unnið að rannsóknum bæðí við Háskólann í Reykjavík og gegnum fyrirtæki sitt ENVALYS. Þá er Páll fyrirlesari, pistlahöfundur og stundakennari við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið krefst ekki undirbúnings en mælt er með því að þátttakendur mæti með sól í hjarta og opinn huga.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áhrif umhverfis innandyra á líðan og heilsu fólks

Verð
38400

<span style="font-size: 12px;color: #1D435C;" >Flestir verja st&oacute;rum hluta t&iacute;ma s&iacute;ns innandyra. Umhverfi innandyra er samspil &oacute;l&iacute;kra &thorn;&aacute;tta og hefur mismunandi &aacute;hrif &aacute; f&oacute;lk. &THORN;annig hefur umhverfi&eth; heima &ouml;nnur &aacute;hrif en vinnuumhverfi&eth;, &thorn;a&eth; er &oacute;l&iacute;k upplifun a&eth; vera &iacute; sk&oacute;la e&eth;a &aacute; sj&uacute;krah&uacute;si, &iacute; verslun e&eth;a leikh&uacute;si.</span>