Staðnámskeið

Beiting ÍST 30 í framkvæmd

Verð 82.400 kr.
Í gangi

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Þri. 9., fim. 11. og þri. 16. apríl kl. 09:00 - 12:00 (3x)

9 klst.

Bjarki Þór Sveinsson hrl. lögmaður og Jörgen Már Ágústsson, lögmaður.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Staðlaráð Íslands

Markmið námskeiðsins er að kynna staðalinn ÍST 30 auk þess sem fjallað verður stuttlega um ÍST 35 staðalinn. Farið verður yfir gildissvið þeirra og hvernig þeir virka í praktík. Þá verður farið yfir efnisinnihald þeirra og helstu ákvæði staðlanna skoðuð frekar.

Námskeiðinu er ætlað að dýpka skilning og auka þekkingu þeirra sem starfa við samningsgerð byggða á ÍST 30 og ÍST 35. Gerð verður grein fyrir helstu vandamálum sem upp koma og hvernig dómstólar hafa og munu leysa úr ágreiningi sem upp kemur við beitingu staðlanna. Þá verður farið í praktíska beitingu staðlanna í framkvæmd og hvernig halda megi utan um verkferla.

Námskeiðið fer fram í fyrirlestraformi í þremur lotum og verður lagt fyrir verkefni sem þátttakendur skila í síðasta tíma.

Á námskeiðinu er fjallað um

Beitingu staðlanna ÍST 30 og ÍST 35.
Gildissvið staðlanna.
Helstu álitamál sem upp koma við beitingu staðlanna.

Ávinningur þinn

Aukin þekking á beitingu ÍST 30 og ÍST 35 í framkvæmd.
Aukin hæfni til að koma auga á helstu áhættuþætti við beitingu staðlanna.
Aukin þekking til að leysa deilumál sem upp kunna að koma við beitingu staðlanna.

Fyrir hverja

Námskeiðið nýtist öllum sem koma að því að undirbúa og reka verksamninga sem byggja á ÍST 30 eða ÍST 35 stöðlunum, s.s. verkfræðingum, tæknifræðingum, arkitektum, iðnmeisturum og fulltrúum verkkaupa og verktaka.

Nánar um kennara

Bjarki Þór Sveinsson hrl., lögmaður hjá MAGNA lögmenn. Bjarki starfar fyrst og fremst sem lögfræðilegur ráðgjafi við verkframkvæmdir, uppgjör þeirra og samningsgerð. Bjarki átti einnig verktakafyrirtæki um árabil og hefur þannig raunhæfa þekkingu á því umhverfi sem verktakar starfa við.

Jörgen Már Ágústsson, lögmaður hjá MAGNA lögmenn. Jörgen hefur sérhæft sig í úrlausn ágreiningsmála á sviði verktaka- og útboðsréttar og sinnt hagsmunagæslu fyrir ráðgjafa, verktaka og verkkaupa á því sviði.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur námskeiðs fá lesaðgang að stöðlunum ÍST 30 og ÍST 35 á meðan námskeiði stendur. Einnig fá þátttakendur afslátt við kaup á stöðlunum hjá Staðlaráði Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Beiting ÍST 30 í framkvæmd

Verð
82400

<span class="fm-plan">Markmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; kynna sta&eth;alinn &Iacute;ST 30 auk &thorn;ess sem fjalla&eth; ver&eth;ur stuttlega um &Iacute;ST 35 sta&eth;alinn. Fari&eth; ver&eth;ur yfir gildissvi&eth; &thorn;eirra og hvernig &thorn;eir virka &iacute; prakt&iacute;k. &THORN;&aacute; ver&eth;ur fari&eth; yfir efnisinnihald &thorn;eirra og helstu &aacute;kv&aelig;&eth;i sta&eth;lanna sko&eth;u&eth; frekar.</span>