Valmynd
Mán. 8. - fös. 12. ágúst kl. 16:30 - 19:30 og mán. 15. - mið. 17. ágúst kl. 16:30 - 20:00 (8x)
Kennari er Eggert Karl Hafsteinsson, BS í hagnýtri stærðfræði.
Aðstoðarkennari er Hulda Hvönn Kristinsdóttir, BS í stærðfræði og MS í menntun framhaldsskólakennara.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Í samstarfi við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Námskeiðinu er ætlað að rifja upp þá stærðfræði sem er nauðsynleg til að geta tekist á við stærðfræðinám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Kennsluaðferðir námskeiðsins byggjast á rannsóknum í kennslufræði og verður farið stuttlega í valdar niðurstöður sem gætu gagnast nemendum í námi.
Rannsóknir hafa sýnt að líklegra er að nemendur nái tilætluðum árangri ef þeir stunda stærðfræði sjálfir frekar en að hlusta einungis á fyrirlestra.
Kennslan verður því tvískipt. Nemendur vinna saman í litlum hópum við að leysa dæmi og kenna hver öðrum meðan kennarinn gengur á milli og aðstoðar en einstaka sinnum verður kennari með stutta fyrirlestra um hugtök eða tekur sýnidæmi. Þetta ferli verður endurtekið nokkrum sinnum hvern dag námskeiðsins.
Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt en þar með fá þeir þjálfun í þeim aðferðum sem eru notaðar í stærðfræði og að tjá sig um stærðfræði og kynnast fólki sem þeir geta unnið með á komandi hausti. Tiltölulega lítill tími gefst fyrir hvert efnisatriði og verða nemendur því hvattir til að vinna heima. Óski nemandi eftir meiri þjálfun er hægt að benda honum á fleiri æfingar og námsefni, þó aðallega á ensku.
Stuðst verður við opið kennsluefni í stærðfræði sem Háskóli Íslands hefur unnið að undanfarin ár og má finna hér. Athugið að ekki verður farið í allt efnið sem þar er að finna, þar sem sum atriði verða kennd frá grunni í námskeiðunum sem nemendur eru á leið í.
Til að bregðast við þörfum nemenda verður námsefnið á síðasta degi námskeiðsins ákveðið í samvinnu við nemendur.
Lokamarkmið námskeiðsins eru að nemendur hafi rifjað upp helstu atriði í námi næstkomandi hausts og séu færir um að rifja upp sama efni seinna. Einnig er vonast til að nemendur geti nýtt sér tengslanetið sem þeir mynda við samnemendur til að aðstoða hver annan á komandi önn.
Almenn brot
Jöfnur og ójöfnur.
Mengi.
Föll og hugtök tengd þeim.
Margliður.
Rætur.
Logra.
Þríhyrninga.
Hornaföll og einingahringinn.
Góður undirbúningur fyrir nám á háskólastigi.
Tengslanet við samnemendur.
Kemur heilanum í gang eftir sumarið.
Námskeiðið hentar vel nemendum sem hefur ekki gengið frábærlega í stærðfræði eða nemendum sem ekki hafa komið að stærðfræði lengi. Námskeiðið hentar þó einnig nemendum sem eru að koma úr framhaldsskóla og þurfa á upprifjun að halda.
Eggert Karl Hafsteinsson er stærðfræðingur og tölvunarfræðingur. Hann hefur kennt fjölmörg stærðfræðinámskeið á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, bæði í aðstoðarhlutverki og sem umsjónarkennari. Hann hefur einnig kennt styttri námskeið á borð við prófbúðir eða almenn undirbúningsnámskeið og hefur starfað sem einkakennari í um 10 ár. Þar að auki hefur hann starfað þrjú sumur við gerð á rafrænu stærðfræðikennsluefni.
Ef til vill gætu nemendur viljað glugga í rafræna námsefnið meðan þeir vinna í verkefnum en þá gæti verið gott að hafa síma, iPad eða álíka.
Einnig gæti verið gagnlegt að hafa blað og skriffæri til að skrifa minnispunkta.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Námskeiðinu er ætlað að rifja upp þá stærðfræði sem er nauðsynleg til að geta tekist á við stærðfræðinám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. <br/>Kennsluaðferðir námskeiðsins byggjast á rannsóknum í kennslufræði og verður farið stuttlega í valdar niðurstöður sem gætu gagnast nemendum í námi.</span>