Staðnámskeið

Námskeið vegna vottunar jafnlaunakerfa

- fyrir úttektarmenn staðalsins ÍST 85
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 3. maí
Almennt verð 152.900 kr. 139.000 kr.

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Mán. 13. maí kl. 9:00 - 12:00 og 12:30 - 13:30, þri. 14., mið. 15. og fim. 16. maí kl. 9:00 - 12:00. Fös. 17. maí kl. 9:00 - 11:00 (próf).

15 klst.

Arngrímur Blöndahl, Guðný Einarsdóttir, Jón Fannar Kolbeinsson, Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir, Maj-Britt Hjördís Briem og Þóra Kristín Þórsdóttir.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við forsætisráðuneytið

Markmið námskeiðsins er að úttektarmenn geti tekið út jafnlaunakerfi ólíkra fyrirtækja og stofnana og metið hvort það uppfylli allar kröfur Jafnlaunastaðalsins ÍST 85, þ.m.t. starfaflokkun og launagreiningu fyrirtækja og stofnana. Jafnframt er markmiðið að mannauðsstjórar, ráðgjafar og aðrir sem koma að innleiðingu jafnlaunastaðalsins í fyrirtækjum og stofnunum öðlist þekkingu á þeim þáttum sem til skoðunar eru við innleiðingu.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Kröfur jafnlaunastaðalsins og tilgang stjórnunarstaðla.
• Jafnréttislöggjöf og dómaframkvæmd.
• Kjarasamningsumhverfi hins opinbera.
• Kjarasamningsumhverfi almenns vinnumarkaðar.
• Vinnurétt og íslenska jafnréttislöggjöf.

Starfaflokkun.
• Launagreiningu.

Námsefni:
• ÍST 85 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar (ekki innifalið í námskeiðsgjaldi – þátttakendur skulu útvega sér staðalinn sjálfir)
• Mismunandi kjarasamningar opinbers og almenns vinnumarkaðar.
• Viðeigandi dómar, úrskurðir og álit.
• Jafnréttislöggjöf.
• Kennslugögn sem hægt verður að nálgast á námsumsjónarkerfinu Canvas sem þátttakendur fá aðgang að.


Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað þeim sem munu framkvæma úttektir á jafnlaunakerfum á vegum vottunaraðila. Æskilegt er að þátttakendur hafi grunnþekkingu á ÍST 85 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar og í tölfræði. Þá er námskeiðið jafnframt ætlað þeim úttektaraðilum sem vilja viðhalda þekkingu sinni samkvæmt viðmiðum (Sértæk viðmið fyrir vottunaraðila jafnlaunastaðalsins ÍST 85) sem velferðarráðuneytið gaf út árið 2017.

Jafnframt gagnast námskeiðið mannauðsstjórum, ráðgjöfum og öðrum sem koma að innleiðingu jafnlaunastaðalsins í fyrirtækjum og stofnunum.


Próf:
Námskeiðinu lýkur með tveggja klukkustunda prófi föstudaginn 17. maí kl. 9:00 - 11:00. Próftökurétt hafa þátttakendur sem hafa setið alla kennsludaga námskeiðsins. Gerð er krafa um 80% mætingu í kennslustundir. Skilyrði er að úttektarmenn standist prófið með fyrstu einkunn sem er 7,25 og fá þeir skírteini því til staðfestingar. Ekki er gerð krafa um lágmarkseinkunn fyrir hvern prófhluta. Valkvætt er að ljúka námskeiðinu með prófi, þeir sem þreyta ekki próf fá ekki skírteini en geta fengið staðfestingu um að hafa setið námskeiðið. Skráning í próf fer fram í lok síðustu kennslustundar. Þátttakendur útvega leyfileg prófgögn sjálfir.

Nái próftaki ekki lágmarkseinkunn fær hann tækifæri til að þreyta upptökupróf. Óski þátttakandi eftir að endurtaka próf þarf hann að taka alla hluta þess aftur. Ef þátttakandi er veikur á prófdegi þarf að skila inn læknisvottorði.
Prófsýning verður haldin ef óskað er eftir því.

Kennsla:
Arngrímur Blöndahl, verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands.
Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu.
Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir, lögfræðingur hjá ASÍ.
Maj-Britt Hjördís Briem, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.
Þóra Kristín Þórsdóttir, sérfræðingur hjá BHM.


Aðrar upplýsingar:
Þátttakendur fá aðgang að námsumsjónarkerfinu Canvas þar sem hægt verður að nálgast námsefni, kennsluskrá, tilkynningar, einkunn úr prófi og fleira.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Námskeið vegna vottunar jafnlaunakerfa

Verð
152900

<span class="fm-plan">Markmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; &uacute;ttektarmenn geti teki&eth; &uacute;t jafnlaunakerfi &oacute;l&iacute;kra fyrirt&aelig;kja og stofnana og meti&eth; hvort &thorn;a&eth; uppfylli allar kr&ouml;fur Jafnlaunasta&eth;alsins &Iacute;ST 85, &thorn;.m.t. starfaflokkun og launagreiningu fyrirt&aelig;kja og stofnana. Jafnframt er markmi&eth;i&eth; a&eth; mannau&eth;sstj&oacute;rar, r&aacute;&eth;gjafar og a&eth;rir sem koma a&eth; innlei&eth;ingu jafnlaunasta&eth;alsins &iacute; fyrirt&aelig;kjum og stofnunum &ouml;&eth;list &thorn;ekkingu &aacute; &thorn;eim &thorn;&aacute;ttum sem til sko&eth;unar eru vi&eth; innlei&eth;ingu.</span>