Staðnámskeið

Persónuverndarfulltrúi

- hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hver er hann?
Verð 54.900 kr.
Aðeins 5 sæti laus
Í gangi

Mán. 13. nóv. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Alma Tryggvadóttir, yfirmaður netöryggis- og persónuverndarþjónustu Deloitte og Helga Grethe Kjartansdóttir, persónuverndarfulltrúi Símans

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Nokkur tími er liðinn frá því ný persónuverndarlög (nr. 90/2018) tóku gildi á Íslandi. Aðilum sem sýsla með persónuupplýsingar ber, í ákveðnum tilvikum, að tilnefna persónuverndarfulltrúa skv. nýrri persónuverndarlöggjöf. Persónuverndarfulltrúi ber sérstaka ábyrgð á persónuverndarmálum og því mikilvægt að hann þekki hlutverk sitt og þá ábyrgð sem af störfum hans leiðir. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu störf persónuverndarfulltrúa í framkvæmd og hvaða úrræði hann getur nýtt sér í starfi sínu.

Persónuverndarfulltrúi þarf að búa yfir faglegri þekkingu á persónuverndarlögum og framkvæmd þeirra. Í fræðsluefni Persónuverndar fyrir persónuverndarfulltrúa kemur m.a. fram að persónuverndarfulltrúi sé sá aðili sem ber sérstaka ábyrgð á málefnum fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem tengjast persónuvernd og sinnir m.a. ráðgjöf, fræðslu og innra eftirliti.

Með námskeiðinu er ætlunin að styrkja faglega þekkingu þeirra sem sinna eða vilja sinna starfi persónuverndarfulltrúa og/eða bera ábyrgð á persónuverndarmálum á sínum vinnustað með því að skýra hlutverk og verkefni hans í framkvæmd. Leitast er við að auka færni þátttakenda til að takast á við þau verkefni sem persónuverndarfulltrúa eru falin í persónuverndarlöggjöfinni, til að mynda við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd (MÁP), veitingu ráðgjafar og/eða fræðslu tengdri persónuvernd.

Námskeiðið samanstendur af fyrirlestri kennara, umræðum þátttakenda og úrlausn raunhæfra álitaefna. Höfð verður hliðsjón af fordæmum og leiðbeiningum frá innlendum og erlendum eftirlitsaðilum og eftir atvikum persónuverndarfulltrúum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hlutverk og ábyrgð persónuverndarfulltrúa, stöðu hans og tilnefningu - annars vegar hjá ábyrgðaraðila og hins vegar hjá vinnsluaðila.
Helstu skyldur og verkefni persónuverndarfulltrúa og þróun starfsins til lengri tíma. Rætt verður um tækifæri, áskoranir og takmarkanir í starfi persónuverndarfulltrúa. Hvar liggja mörkin í ráðgjöf persónuverndarfulltrúa, t.d. þegar hann sinnir öðru hlutverki á sínum vinnustað?
Praktísk tól fyrir persónuverndarfulltrúa og umræða um beitingu reglna á sviði persónuréttar í framkvæmd, t.d. þegar kemur að breytingu á verklagi, stefnum og reglum innanhúss hjá aðila sem vinnur með persónuupplýsingar.
Túlkun eftirlitsaðila og/eða dómstóla, hérlendis og erlendis. Hvaða lærdóm geta persónuverndarfulltrúar dregið af fordæmum? Hvernig eru sektir að þróast í Evrópu?

Ávinningur þinn

Styrkir faglega þekkingu þeirra sem sinna eða vilja sinna starfi persónuverndarfulltrúa eða bera ábyrgð á málefnum er varða persónuvernd.
Hlutverk og verkefni persónuverndarfulltrúa skýrð í framkvæmd. .
Eykur færni til að takast á við verkefni sem persónuverndarfulltrúa eru falin, til að mynda varðandi eftirlit, ráðgjöf og fræðslu um persónuvernd.
Praktískar umræður um störf persónuverndarfulltrúa og úrlausn raunhæfra álitaefna.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á eða starfa sem persónuverndarfulltrúar á Íslandi eða sinna þessum málaflokki - hvort sem er hjá hinu opinbera, í einkageiranum eða sem sjálfstæðir ráðgjafar.

Ætlast er til þess að þátttakendur hafi kynnt sér og þekki til nýrrar persónuverndarlöggjafar á Íslandi (nr. 90/2018) , þ.m.t. hliðstæða Evrópureglugerð um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (GDPR).

Nánar um kennara

Alma Tryggvadóttir er yfirmaður netöryggis- og persónuverndarþjónustu Deloitte með alþjóðlegar vottanir á sviði persónuverndar og sem úttektaraðili upplýsingaöryggiskerfa. Alma starfaði áður hjá Landsbankanum sem persónuverndarfulltrúi og Persónuvernd sem skrifstofustjóri upplýsingaöryggis og settur forstjóri.
Alma er stundakennari í persónurétti við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og hefur haldið fjölda fyrirlestra um málefni tengd persónuvernd á innlendum og erlendum vettvangi.

Helga Grethe Kjartansdóttir starfar sem persónuverndarfulltrúi og lögfræðingur hjá Símanum. Áður starfaði Helga sem lögfræðingur hjá Persónuvernd frá 2011-2015. Helga hefur tekið þátt í innlendu og erlendu samstarfi á sviði persónuréttar og haldið erindi um persónuvernd á innlendum og erlendum vettvangi.

Alma og Helga hafa báðar áralanga reynslu af túlkun og beitingu persónuverndarlöggjafar og haldið námskeið hjá Endurmenntun HÍ undanfarin ár um nýja persónuverndarlöggjöf (GDPR) við góðan orðstír.

Aðrar upplýsingar

Mælst er til þess að þátttakandi kynni sér fræðsluefni Persónuverndar fyrir persónuverndarfulltrúa áður en námskeið hefst.

Athugið - ef þátttakandi sækir
Persónuverndarlög (GDPR)</a> er veittur 20% afsláttur af námskeiðinu Persónuverndarfulltrúi - hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hver er hann?</a>

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Persónuverndarfulltrúi

Verð
54900

<span class="fm-plan">Nokkur t&iacute;mi er li&eth;inn fr&aacute; &thorn;v&iacute; n&yacute; pers&oacute;nuverndarl&ouml;g (nr. 90/2018) t&oacute;ku gildi &aacute; &Iacute;slandi. A&eth;ilum sem s&yacute;sla me&eth; pers&oacute;nuuppl&yacute;singar ber, &iacute; &aacute;kve&eth;num tilvikum, a&eth; tilnefna pers&oacute;nuverndarfulltr&uacute;a skv. n&yacute;rri pers&oacute;nuverndarl&ouml;ggj&ouml;f. Pers&oacute;nuverndarfulltr&uacute;i ber s&eacute;rstaka &aacute;byrg&eth; &aacute; pers&oacute;nuverndarm&aacute;lum og &thorn;v&iacute; mikilv&aelig;gt a&eth; hann &thorn;ekki hlutverk sitt og &thorn;&aacute; &aacute;byrg&eth; sem af st&ouml;rfum hans lei&eth;ir. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fari&eth; yfir helstu st&ouml;rf pers&oacute;nuverndarfulltr&uacute;a &iacute; framkv&aelig;md og hva&eth;a &uacute;rr&aelig;&eth;i hann getur n&yacute;tt s&eacute;r &iacute; starfi s&iacute;nu.</span>