Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Fjarnámskeið

Árangursríkari starfsmannasamtöl

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 5. nóvember
Almennt verð 38.400 kr. 34.900 kr.
Aðeins 4 sæti laus
Nýtt

Mán. 15. nóv kl. 12:30 - 16:30

4 klst.

Inga Þórisdóttir, stjórnendamarkþjálfi.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á tímum endalausra breytinga og áskorana í umhverfinu og aukinnar fjarvinnu er mikil þörf á því að eiga betri og tíðari starfsmannasamtöl við starfsmenn. Tíðari starfsmannasamtöl eða snerpusamtöl hafa víða komið í stað árlegra samtala með góðum árangri. Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi form og tíðni snerpusamtala; innleiðingu snerpusamtala og hvað þarf að hafa i huga við undirbúninginn. Hver er helsti ávinningurinn fyrir vinnustaðinn og starfsmanninn. Einnig verður fjallað um samtalstækni og hvernig virkri hlustun er beitt.

Á námskeiðinu er fjallað um

Breytingar yfir í snerpusamtöl.
Tilgang og markmið með snerpusamtölum.
Hvað þarf að hafa í huga við undirbúning og innleiðingu.
Mismunandi fyrirkomulag snerpusamtala.
Samtalstækni og virka hlustun.
Markmiðasetningu, endurgjöf og eftirfylgni.

Ávinningur þinn

Þú kynnist mismunandi formum af snerpusamtölum.
Færð tillögur sem hægt er að byrja strax að vinna með á vinnustaðnum.
Betra sjálfsöryggi við að taka snerpusamtöl.
Betri samtalstækni.

Fyrir hverja

Fyrir alla stjórnendur, mannauðsstjóra, verkefnastjóra og hópstjóra sem vilja fá meira út úr starfsmannasamtölum og vilja bæta samskipti, upplýsingagjöf og endurgjöf til starfsmanna sinna.

Aðrar upplýsingar

Kennslan verður í formi fyrirlesturs og umræðna. Námskeiðið krefst ekki undirbúnings og heimilt er að senda fyrirspurnir til kennara fyrir tímann.

Nánar um kennara

Inga Þórisdóttir er stjórnendamarkþjálfi hjá Hugarheimi. Inga er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og vottaður NLP Master Coach markþjálfi. Inga hefur einnig lokið diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ auk þess sem hún hefur sótt mikinn fjölda námskeiða hérlendis og erlendis. Inga hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum innan fjármálageirans og hefur verið stjórnandi í rúm tólf ár. Inga hefur lagt áherslu á mikilvægis þess að eiga árangursrík starfsmannasamtöl með áherslu á heiðarlega endurgjöf og nýtingu styrkleika og tók Inga þátt í að innleiða snerpusamtöl á fyrri vinnustað.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Árangursríkari starfsmannasamtöl

Verð
38400

<span class="fm-plan">&Aacute; t&iacute;mum endalausra breytinga og &aacute;skorana &iacute; umhverfinu og aukinnar fjarvinnu er mikil &thorn;&ouml;rf &aacute; &thorn;v&iacute; a&eth; eiga betri og t&iacute;&eth;ari starfsmannasamt&ouml;l vi&eth; starfsmenn. T&iacute;&eth;ari starfsmannasamt&ouml;l e&eth;a snerpusamt&ouml;l hafa v&iacute;&eth;a komi&eth; &iacute; sta&eth; &aacute;rlegra samtala me&eth; g&oacute;&eth;um &aacute;rangri. &Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fari&eth; yfir mismunandi form og t&iacute;&eth;ni snerpusamtala; innlei&eth;ingu snerpusamtala og hva&eth; &thorn;arf a&eth; hafa i huga vi&eth; undirb&uacute;ninginn. Hver er helsti &aacute;vinningurinn fyrir vinnusta&eth;inn og starfsmanninn. Einnig ver&eth;ur fjalla&eth; um samtalst&aelig;kni og hvernig virkri hlustun er beitt. </span>