Fjarnámskeið

Jafnlaunastaðall: Launagreining

Verð 32.900 kr.
Í gangi

Þri. 28. nóv. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Gyða Björg Sigurðardóttir, ráðgjafi í jafnlaunastjórnun og annar eigandi Ráður ehf.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Námskeiðið er hluti af undirbúningsferli vegna innleiðingar jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.

Við innleiðingu staðalsins er gert ráð fyrir að a.m.k. ein launagreining liggi fyrir. Fyrirtæki og stofnanir þurfa síðan að framkvæma kerfisbundnar úttektir reglulega eftir innleiðingu og kanna þannig hvort að kynbundinn launamunur sé til staðar.

Á námskeiðinu er fjallað um ferli launagreiningar og viðeigandi aðferðir kynntar, þ.e. aðferð minnstu kvaðrata (línuleg aðhvarfsgreining) og meðallaunagreiningu. Einnig er kynnt hvernig halda megi utan um launagögn og viðbótarupplýsingar um kjör starfsmanna í mannauðskerfum og gagnaskrám. Greint er frá skilgreiningum á launum og launatengdum þáttum og skoðaðir þeir þættir sem hafa áhrif á launamyndun fyrirtækja og stofnana. Ná þarf utan um sem flesta þætti sem hafa áhrif á laun til að fá sem réttasta mælingu á launamun. Einnig er fjallað um hvernig rýna megi í niðurstöður launagreininga og mikilvægi þess að fyrirtæki og stofnanir setji fram áætlun um leiðréttingar á óútskýrðum launamun, ef hann er til staðar.

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast grunnþekkingu á framkvæmd launagreininga, hverju þarf að huga að og hvað ber að varast.

Á námskeiðinu er fjallað um

Ferli við launagreiningu.
Aðferðir við launagreiningu.
Hugtök og launaskilgreiningar.
Launastefnu og viðmið til grundvallar launaákvörðunum.
Þætti sem hafa áhrif á launamyndun fyrirtækja/stofnana.
Skilgreiningar á launum og launatengdum þáttum í staðlinum.
Rýni og áætlun um leiðréttingar á óútskýrðum launamun.

Ávinningur þinn

Að öðlast skilning á launagreiningu, tilgangi hennar og aðferðum.
Að þekkja þá þætti sem hafa áhrif á launamyndun.
Að átta sig á hvað þarf að hafa í huga við framkvæmd launagreininga og hvað beri að varast.
Að kynnast helstu tækjum til launagreininga.
Að þekkja ferli launagreiningar og verklag.
Að öðlast grunnþekkingu á framkvæmd einfaldra launagreininga og áætlunum um leiðréttingar á óútskýrðum launamun.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Nánar um kennara

Gyða Björg Sigurðardóttir er með Bsc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað sem ráðgjafi við innleiðingar á jafnlaunastaðli síðan 2013 og árið 2017 stofnaði hún fyrirtækið Ráður sem sérhæfir sig í ráðgjöf, fræðslu og lausnum í tengslum við jafnlaunavottun. Gyða hefur hlotið Nýsköpunarstyrk námsmanna og Tækniþróunarsjóðastyrk frá Rannís fyrir nýsköpunarverkefni tengd launagreiningum. Hún er formaður stjórnar faghóps um jafnlaunastjórnun hjá Stjórnvísi, er stjórnarmaður í Staðlaráði og hefur haldið fjölda námskeiða, vinnustofa og fyrirlestra um málefni tengd jafnréttismálum og gæðastjórnun.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jafnlaunastaðall: Launagreining

Verð
32900

<span class="fm-plan">Meginmarkmi&eth; jafnlaunavottunar er a&eth; vinna gegn kynbundnum launamun og stu&eth;la a&eth; jafnr&eacute;tti kynjanna &aacute; vinnumarka&eth;i. Jafnlaunavottun var l&ouml;gfest &iacute; j&uacute;n&iacute; 2017 me&eth; breytingu &aacute; l&ouml;gum um jafna st&ouml;&eth;u og jafnan r&eacute;tt kvenna og karla. Samkv&aelig;mt l&ouml;gunum skal jafnlaunavottun byggjast &aacute; Jafnlaunasta&eth;linum &Iacute;ST 85.</span>