Staðnámskeið

Umhverfisstjórnun - ISO 14001

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 21. október
Almennt verð 67.000 kr. 60.900 kr.

Þri. 1. og fim. 3. nóv. kl. 12:30 - 16:30

8 klst.

Sigurður M. Harðarson, stjórnunarráðgjafi og úttektarstjóri.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Í samstarfi við Staðlaráð Íslands

Að koma skipulega að umhverfismálum er forsenda þess að geta hafið umbætur og lagt grundvöll að þekkingu á eigin vistspori ásamt því að vita hvaða ytri og innri umhverfisáhrif eru af starfsemi fyrirtækisins. Á þessu námskeiði verður farið yfir uppbyggingu og áherslur ISO 14001 staðalsins.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist skilning á kröfum staðalsins og geti hafið undirbúning fyrir innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi. Tekin verða dæmi um hvað það er sem þarf að vera til staðar hjá fyrirtækjum og stofnunum til að geta unnið á skilvirkan hátt með umhverfisstjórnun. Farið verður yfir hvernig stjórnunarkerfi tengjast ytri kröfum og eftirlitsaðilum ásamt góðum starfsháttum við rekstur umhverfisstjórnunarkerfa.

Á námskeiðinu er fjallað um

Áherslur og kröfur ISO 14001 staðalsins.
Nauðsynlega þekkingu og „hlítingu“ á ytri kröfum.
Leiðbeiningar um notkun á staðlinum.
Innleiðingu og rekstur á umhverfisstjórnunarkerfi.

Ávinningur þinn

Þátttakendur fá innsýn í kröfur ISO 14001 og geta hafið undirbúning innleiðingar á umhverfisstjórnunarkerfi.
Þekking á því hvað lagt er til að tekið sé mið af við mat á umhverfisáhrifum.
Aukinn skilningur á kröfum staðalsins til mats og eftirfylgni á ytri kröfum.
Þekking á kröfum staðalsins til ábyrgðaraðila við rekstur umhverfisstjórnunarkerfis.

Fyrir hverja

Fyrir þá sem vilja öðlast skilning á ISO 14001 og hvernig staðallinn getur nýst við að koma umhverfismálum fyrirtækja og stofnana á skipulagt og gagnsætt form. Hentar öllum stjórnendum og öðrum sem láta sig umhverfismál varða.

Nánar um kennara

Sigurður Harðarson, framkvæmdastjóri NorCon ehf. er stjórnunarráðgjafi og úttektarstjóri. Hann hefur starfað við innleiðingu og vottanir á gæða-, umhverfis-, heilsu- og öryggisstjórnkerfum í 29 ár. Sigurður hefur unnið sem úttektarstjóri fyrir vottunarstofurnar: Dansk Standard, Vottun hf., BSI Group, BVQI, DNV, DQS, TÜV og iCert.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og léttri verkefnavinnu með leiðbeinanda. Þátttakendur námskeiðs fá lesaðgang að staðlinum ISO 14001 meðan á námskeiði stendur. Einnig fá þátttakendur afslátt við kaup á staðlinum hjá Staðlaráði Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Umhverfisstjórnun - ISO 14001

Verð
67000

<span class="fm-plan">A&eth; koma skipulega a&eth; umhverfism&aacute;lum er forsenda &thorn;ess a&eth; geta hafi&eth; umb&aelig;tur og lagt grundv&ouml;ll a&eth; &thorn;ekkingu &aacute; eigin vistspori &aacute;samt &thorn;v&iacute; a&eth; vita hva&eth;a ytri og innri umhverfis&aacute;hrif eru af starfsemi fyrirt&aelig;kisins. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fari&eth; yfir uppbyggingu og &aacute;herslur ISO 14001 sta&eth;alsins.</span>