Fjarnámskeið

Áhættustjórnun ISO 31000

- Helstu staðlar á sviði áhættustjórnunar
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 11. nóvember
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.
Nýtt

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Fim. 21. nóv kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafi á sviði áhættustjórnunar.

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á þessu námskeiði fá þátttakendur góða innsýn í áhættustýringu með ISO 31000 staðlinum.

Farið verður yfir meginreglur og ramma ISO 31000 og hvernig hægt sé að auka áhættuþol fyrirtækis. Þátttakendur læra að beita stöðlum til að auðvelda vinnu við útfærslu áhættustjórnunar, festa í sessi verklag sem auðvelt er að endurtaka og aðlaga að skipulagi fyrirtækis og/eða starfsemi. Farið verður m.a. yfir með hvaða hætti upplýsingagjöf um áhættu skuli háttað.

Námskeiðið hentar þeim sem koma að því að starfrækja áhættustjórnunarkerfi hjá opinberum stofnunum eða hjá fyrirtækjum sem eru með vottuð stjórnunarkerfi og/eða þar sem gerðar eru ytri kröfur um formlega útfærslu á framkvæmd áhættumats.

Á námskeiðinu er fjallað um

Helstu staðla á sviði áhættustjórnunar.
Meginreglur og hugtök ISO 31000.
Aðferðafræði við framkvæmd áhættumats.
Hvernig hægt sé að auka áhættuþol skipulagsheilda.
Hlutverk og ábyrgð.
Útfærslu á áhættuvísum, markmiðum og mælingum.

Ávinningur þinn

Aukin skilningur á helstu hugtökum og stöðlum.
Aukin færni í að útfæra samræmda nálgun við áhættumat.
Innsýn í leiðir að útfærslu stjórnskipulags.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum áhættustýringar, gæða-, upplýsinga- og öryggisstjórum, úttektaraðilum og öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér verklag við skipulag áhættustýringar og framkvæmd úttekta og áhættumats. Námskeiðið varðar stjórnunarstaðla eins og ISO/IEC 9001, ISO/IEC 27001, ISO/IEC 27701, ISO/IEC 45001, ISO/IEC 14001 og ISO 31000.

Nánar um kennara

Ólafur Róbert Rafnsson hefur á undanförnum 20 árum veitt fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf á sviði áhættustjórnunar og öryggismála, á síðustu árum einkum við innleiðingu og útfærslu á áhættustjórnskipulagi. Þá hefur Ólafur, innleitt stjórnunarkerfi hjá mörgum fyrirtækjum sem hafa hlotið vottun eftir ISO/IEC 27001.
Ólafur starfaði áður hjá KPMG og sem Partner hjá Capacent á árunum 1998 til 2015. Hann er einn eiganda fyrirtækisins Skjöld ráðgjöf.

Aðrar upplýsingar

Kennsla er í formi fyrirlesturs og gert er ráð fyrir umræðu þátttakenda.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áhættustjórnun ISO 31000

Verð
32900

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i f&aacute; &thorn;&aacute;tttakendur g&oacute;&eth;a inns&yacute;n &iacute; &aacute;h&aelig;ttust&yacute;ringu me&eth; ISO 31000 sta&eth;linum.</span>