

Valmynd
Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar
Mán. 23. og mið. 25. okt. kl. 8:30 - 12:00
Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis og persónuverndar
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Í samstarfi við Staðlaráð Íslands
Upplýsingar eru ein helsta eign og lykilþáttur í rekstri fyrirtækja. Að bera kennsl á ógnir sem steðja að upplýsingum og hvernig megi vernda þær ætti því að vera ofarlega í huga allra stjórnenda. Alþjóðlega staðlatvennan, ISO/IEC 27001:2022 og ISO/IEC 27002:2022 hefur áunnið sér sess sem besta starfsaðferðin til að innleiða og halda utan um upplýsingaöryggi. Hún leggur til stjórnunarkerfi og leiðbeiningar um tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem gott er að innleiða.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum og stofnunum.
Upplýsingaöryggi almennt.
Kröfur til stjórnunarkerfis um upplýsingaöryggi.
Stýringar sem hægt er að innleiða til að efla öryggi upplýsinga.
Leiðbeiningar um atriði sem skipta máli við innleiðingu stýringa.
Öðlast skilning á mikilvægi upplýsingaöryggis.
Aukin þekking og skilningur á ISO/IEC 27001:2022 og ISO/IEC 27002:2022.
Dýpri skilningur á stýringum til að efla upplýsingaöryggi.
Fyrir þá sem vilja öðlast skilning á staðlatvennunni, ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002 og aðferðum hennar við stjórnun á upplýsingaöryggi. Sérstaklega hagnýtt fyrir ábyrgðaraðila upplýsingaöryggis hjá skipulagheildum og einstökum rekstrareiningum þeirra.
Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis og persónuverndar.
Námskeiðið verður í formi fyrirlestra og umræðna. Þátttakendur námskeiðs fá lesaðgang að stöðlunum ISO/IEC 27001:2022 og ISO/IEC 27002:2022 á meðan námskeiði stendur. Einnig fá þátttakendur afslátt við kaup á stöðlunum hjá Staðlaráði Íslands.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span style="font-size: 12px;" >Upplýsingar eru ein helsta eign og lykilþáttur í rekstri fyrirtækja. Að bera kennsl á ógnir sem steðja að upplýsingum og hvernig megi vernda þær ætti því að vera ofarlega í huga allra stjórnenda. Alþjóðlega staðlatvennan, ISO/IEC 27001:2022 og ISO/IEC 27002:2022 hefur áunnið sér sess sem besta starfsaðferðin til að innleiða og halda utan um upplýsingaöryggi. Hún leggur til stjórnunarkerfi og leiðbeiningar um tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir sem gott er að innleiða.</span>