Valmynd
Þri. 15. og 22. nóv. kl. 9:00 - 12:00
Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis og persónuverndar
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Í samstarfi við Staðlaráð Íslands
Ríkar kröfur eru gerðar til verndar persónuupplýsinga, sérstaklega eftir gildistöku nýrra persónuverndarlaga og almennu persónuverndar-reglugerðarinnar árið 2018. Staðallinn er byggður upp til að ná yfir allar helstu öryggiskröfur laganna og reglugerðarinnar sem ekki er í stöðlunum ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir uppbyggingu og samhengi staðalsins ISO/IEC 27701 og beitt honum á hagnýtan hátt við að uppfylla kröfur laga og reglna um vernd persónuupplýsinga.
Samhengi persónuverndarlaga og reglugerðarinnar og stýringa staðalsins.
Kröfur til stjórnunarkerfis um persónuvernd.
Stýringar sem hægt er að innleiða til að efla vernd persónuupplýsinga.
Leiðbeiningar um atriði sem skipta máli við innleiðingu stýringa.
Öðlast skilning á mikilvægi persónuverndar.
Aukin þekking og skilningur á ISO/IEC 27701:2019.
Dýpri skilningur á stýringum til að efla persónuvernd.
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja vinna á skipulegan hátt við að uppfylla ákvæði persónuverndarlaga og almennu persónuverndarreglugerðar ESB, GDPR. Sérstaklega hagnýtt fyrir ábyrgðaraðila persónuupplýsinga hjá skipulagsheildum og einstökum rekstrareiningum þeirra.
Ath! Þekking á staðlinum ISO/IEC 27002 er til mikilla bóta. Æskilegur undanfari þessa námskeiðs er námskeiðið Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002 - lykilatriði, uppbygging og notkun.
Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis og persónuverndar.
Námskeiðið verður í formi fyrirlestra og umræðna. Þátttakendur námskeiðs fá lesaðgang að staðlinum ISO/IEC 27701 á meðan námskeiði stendur. Einnig fá þátttakendur afslátt við kaup á staðlinum hjá Staðlaráði Íslands.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span style="font-size: 12px;" >Ríkar kröfur eru gerðar til verndar persónuupplýsinga, sérstaklega eftir gildistöku nýrra persónuverndarlaga og almennu persónuverndar-reglugerðarinnar árið 2018. Staðallinn er byggður upp til að ná yfir allar helstu öryggiskröfur laganna og reglugerðarinnar sem ekki er í stöðlunum ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002.</span>