

Valmynd
Mið. 17. jan. - 6. mars kl. 10:00 - 12:00 (8x)
Kennari námskeiðsins er Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Gestakennari er Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum við HÍ og rithöfundur.
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Námskeið á miðvikudagsmorgnum kl. 10:00 - 12:00
Á námskeiðinu verður Landnámabók lesin og fjallað um mismunandi gerðir hennar og sagnaritarana sem sömdu þær. Hugað verður að gildi Landnámu sem heimildar um landnámsöld og söguöld og sambandi hennar við önnur sagnarit, m.a. Íslendingasögur.
ATH! Einnig er hægt að skrá sig á námskeið á þriðjudagskvöldum eða fjarnámskeið á sveigjanlegum tíma.
Landnámabók er eitt mikilvægasta sagnarit Íslendinga á miðöldum og ótæmandi uppspretta fræðilegra álitamála. Þá er varðveislusaga Landnámu til vitnis um áframhaldandi áhuga Íslendinga á landnámi á síðari öldum, þegar hinar og þessar gerðir Landnámu urðu til. Fræðimenn hafa ekki verið sammála um heimildargildi frásagnarinnar af landnáminu, hvort hún sé safn goðsagna eða sönn frásögn í meginatriðum. Hitt er óumdeilt að Landnámabók veitir mikilvæga innsýn í hugmyndaheim Íslendinga á ritunartíma verksins.
Landnámabók er ekki ein bók heldur margar. Á námskeiðinu verður hugað að sérkennum þeirra. Fyrst verður rætt um elstu gerðir Landnámu og þróun sagnaritunar um landnámið fram til um 1270. Þá verður fjallað um þrjár miðaldagerðir Landnámu; Sturlubók, Hauksbók og Melabók, sem eru ritaðar á milli 1270 og 1350, eða skömmu eftir að Íslendingar gengust undir Noregskonung og ríkisvald varð fyrst til á landinu. Hafði þessi grundvallarbreyting á stjórnarháttum og íslensku samfélagi áhrif á sagnaritarana? Að lokum verður vikið að Landnámugerðum frá 17. öld og tengslum þeirra við sagnaritun síns tíma og einnig rætt hvers vegna Landnáma er mikilvæg fyrir sjálfsmynd Íslendinga í nútímanum.
Sagnaritun um landnám Íslands.
Sjónarhorn í mismunandi gerðum Landnámabókar.
Landnámabók sem dæmi um miðaldasagnaritun.
Handrit Landnámabókar og uppruni textans.
Aukin þekking á Landnámabók sem sagnariti.
Aukinn skilningur á vinnubrögðum miðaldasagnaritara.
Aukin innsýn í mismunandi gerðir Landnámabókar.
Aukinn skilningur á sagnaritun Íslendinga á miðöldum og á 17. öld.
Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um sögu og bókmenntir miðalda, ekki síst þeim sem hafa áður sótt námskeið Endurmenntunar. Það er tilvalið fyrir kennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla, leiðsögumenn og aðra sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-bold">Námskeið á miðvikudagsmorgnum kl. 10:00 - 12:00<br/></span><span style="font-weight: bold;" ><br/></span><span class="fm-plan">Á námskeiðinu verður </span><span style="font-family: 'Arial';font-size: 12px;" >Landnámabók lesin og fjallað um mismunandi gerðir hennar og sagnaritarana sem sömdu þær. Hugað verður að gildi Landnámu sem heimildar um landnámsöld og söguöld og sambandi hennar við önnur sagnarit, m.a. Íslendingasögur.<br/></span><span class="fm-bold"><br/>ATH! Einnig er hægt að skrá sig á <a target="_blank" href="https://endurmenntun.is/namskeid/1v24">námskeið á þriðjudagskvöldum</a> eða <a target="_blank" href="https://endurmenntun.is/namskeid/3v24">fjarnámskeið á sveigjanlegum tíma</a>.</span>