Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Fóstbræðra saga

Verð 40.400 kr.
Nýtt

Mið. 29. sept. - 17. nóv. kl. 10:00 - 12:00 (8x)

16 klst.

Ásdís Egilsdóttir, prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Námskeið á miðvikudagsmorgnum kl. 10:00 - 12:00

Fóstbræðra saga er talin með yngri Íslendingasögum, frá lokum 13. aldar. Sagan gerist öll eftir kristnitöku og segir frá ævintýrum fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds. Margir þekkja efni sögunnar af Gerplu Halldórs Laxness.

Fóstbræðra saga var lengi talin með elstu Íslendingasögum en er nú talin frá lokum 13. aldar. Hún lýsir sambandi gjörólíkra persónuleika, fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds. Önnur mikilvæg persóna er Ólafur Haraldsson Noregskonungur og er Fóstbræðra saga fleyguð inn í Ólafs sögu helga í Flateyjarbók. Sagan er allt í senn, harmsöguleg, fjörleg og fyndin.

Á námskeiðinu er fjallað um

Óvenjuleg frásagnaraðferð sögunnar, lærðar klausur og höfundarinnskot.
Birtingarmynd karlmennsku, þar sem Þorgeir er fulltrúi líkamlegs styrks en Þormóður hins skáldlega og ástamála.
Kímni sögunnar. Er höfundur að skopast að söguhetjunum?
Samband við konung.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um miðaldabókmenntir. Það er tilvalið fyrir kennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla en einnig leiðsögumenn og aðra sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Ásdís Egilsdóttir er íslenskufræðingur og prófessor eremitus í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Hún hefur kennt allar tegundir íslenskra miðaldabókmennta við Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fóstbræðra saga

Verð
40400

<span style="font-weight: bold;" >N&aacute;mskei&eth; &aacute; mi&eth;vikudagsmorgnum kl. 10:00 - 12:00<br/></span><span class="fm-plan"><br/></span><span style="font-size: 12px;color: #505050;" >F&oacute;stbr&aelig;&eth;ra saga er talin</span><span style="font-size: 12px;color: #505050;font-style:italic;" > </span><span style="font-size: 12px;color: #505050;" >me&eth; yngri &Iacute;slendingas&ouml;gum, fr&aacute; lokum 13. aldar. Sagan gerist &ouml;ll eftir kristnit&ouml;ku og segir fr&aacute; &aelig;vint&yacute;rum f&oacute;stbr&aelig;&eth;ranna &THORN;orgeirs H&aacute;varssonar og &THORN;orm&oacute;&eth;ar Kolbr&uacute;narsk&aacute;lds. Margir &thorn;ekkja efni s&ouml;gunnar af </span><span style="font-size: 12px;color: #505050;font-style:italic;" >Gerplu</span><span style="font-size: 12px;color: #505050;" > Halld&oacute;rs Laxness.</span>