Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Innleiðing og rekstur upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001:2013

Verð 48.300 kr.
Í gangi

Mið. 20. og 27. okt. kl. 8:30 - 12:00

7 klst.

Þorgerður Magnúsdóttir, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Síauknar kröfur eru gerðar til fyrirtækja og stofnana um virka stýringu upplýsingaöryggis enda er rof á upplýsingaöryggi, t.d. í formi leka eða gagnataps, orðin ein helsta ógn sem steðjar að nútímarekstri. ISO/IEC 27001:2013 er alþjóðlegur staðal sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að innleiða, viðhalda og endurbæta stjórnkerfi upplýsingaöryggis samkvæmt bestu starfsvenjum en allir opinberir aðilar þurfa að vera búnir að innleiða hann fyrir lok árs 2022.

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist skilning á staðlinum og kröfum hans og geti innleitt aðferðir við stjórnun upplýsingaöryggis og stuðlað að samfellu í sínum rekstri.

Á námskeiðinu er fjallað um

Innleiðing og hönnun stjórnkerfisins. Hvað þarf að hafa í huga í byrjun?
Innri úttektir og áhættugreiningar.
Mælikvarðar og vöktun.
Undirbúningur fyrir úttekt.
Að bregðast við athugasemdum og loka þeim.

Ávinningur þinn

Hagnýt ráð til að innleiða og viðhalda vottun í upplýsingaöryggi.
Aukin þekking og skilningur á ISO/IEC 27001:2013.
Skilningur á leiðum til að meta hvort búið sé að taka tillit til allra stýringa og leggja mat á þær.
Ýmsum hjálpargögnum verður miðlað til þátttakenda.

Fyrir hverja

Fyrir þá sem vilja öðlast skilning á ISO/IEC 27001 og aðferðum hans við stjórnun á upplýsingaöryggi. Sérstaklega hagnýtt fyrir stjórnendur sem þurfa að styðja við innleiðingu og notkun á stjórnkerfinu sem og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í innleiðingu, t.d. gæðastjórar, áhættustjórar og stjórnendur/rekstrarstjórar í upplýsingatækni.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og léttri verkefnavinnu. Gott er að hafa eintak af staðlinum með en ekki nauðsynlegt.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Þorgerður Magnúsdóttir, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Innleiðing og rekstur upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001:2013

Verð
48300

<span class="fm-plan">S&iacute;auknar kr&ouml;fur eru ger&eth;ar til fyrirt&aelig;kja og stofnana um virka st&yacute;ringu uppl&yacute;singa&ouml;ryggis enda er rof &aacute; uppl&yacute;singa&ouml;ryggi, t.d. &iacute; formi leka e&eth;a gagnataps, or&eth;in ein helsta &oacute;gn sem ste&eth;jar a&eth; n&uacute;t&iacute;marekstri. ISO/IEC 27001:2013 er al&thorn;j&oacute;&eth;legur sta&eth;al sem hj&aacute;lpar fyrirt&aelig;kjum og stofnunum a&eth; innlei&eth;a, vi&eth;halda og endurb&aelig;ta stj&oacute;rnkerfi uppl&yacute;singa&ouml;ryggis samkv&aelig;mt bestu starfsvenjum en allir opinberir a&eth;ilar &thorn;urfa a&eth; vera b&uacute;nir a&eth; innlei&eth;a hann fyrir lok &aacute;rs 2022.</span>