Staðnámskeið

Jákvæð vinnustaðamenning skiptir máli!

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 20. september
Almennt verð 39.500 kr. 35.900 kr.

Mán. 30. sept. kl. 9:00 - 12:30

3.5 klst.

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingar og ráðgjafar í mannauðsmálum og eigendur AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Góð og uppbyggjandi vinnustaðamenning er grunnur að vellíðan í starfi. Jákvæð vinnustaðamenning getur haft mikil áhrif á starfsánægju, helgun og þar af leiðandi betri frammistöðu fyrirtækja og stofnana. Jákvæð menning á vinnustað spilar stærstan þátt í því að halda í gott starfsfólk.

Á þessu námskeiði verður fjallað um mikilvægi uppbyggjandi vinnustaðamenningar og leitast við að skapa meðvitund um það hvernig hver og einn getur haft áhrif á þróun hennar.

Um lifandi kennslu er að ræða þar sem þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu. Kennslufyrirkomulag er blanda af æfingum, dæmum og umræðum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvað er vinnustaðamenning?
Hvað einkennir góða vinnustaðamenningu?
Hvað getur hver og einn starfsmaður gert til að efla vinnustaðamenningu?
Hvað segja rannsóknir um vinnustaðamenningu?

Ávinningur þinn

Þekking og meðvitund um mikilvægi vinnustaðamenningar.
Betri frammistaða fyrirtækis/stofnunar.
Liður í að auka starfsánægju.
Betri stjórnun.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir stjórnendur og alla þá sem vilja hafa jákvæð áhrif á vinnustaðamenninguna á sínum vinnustað.

Nánar um kennara

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir er með MA í Human Resource Management frá University of Westminster. Guðrún hefur undanfarin ár starfað sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún hefur unnið sem ráðgjafi í mannauðsmálum og var starfsmannastjóri og sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands á árunum 2002 - 2015 en starfaði áður hjá Baugi sem verkefnisstjóri og sérfræðingur í mannauðsmálum.

Hildur Halldórsdóttir er með MA í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hildur hefur undanfarin ár starfað sem mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands og var verkefnastjóri á starfsmannasviði Háskóla Íslands á árunum 2007-2016. Þá hefur Hildur starfað við markaðs- og kynningarmál, m.a. hjá ÍMARK og Stöð 2. Hildur er ACC vottaður markþjálfi.

Guðrún og Hildur stofnuðu nýlega fyrirtækið AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf með það að markmiði að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að efla sig í mannauðsmálum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Jákvæð vinnustaðamenning skiptir máli!

Verð
39500

<span class="fm-plan">G&oacute;&eth; og uppbyggjandi vinnusta&eth;amenning er grunnur a&eth; vell&iacute;&eth;an &iacute; starfi. J&aacute;kv&aelig;&eth; vinnusta&eth;amenning getur haft mikil &aacute;hrif &aacute; starfs&aacute;n&aelig;gju, helgun og &thorn;ar af lei&eth;andi betri frammist&ouml;&eth;u fyrirt&aelig;kja og stofnana. J&aacute;kv&aelig;&eth; menning &aacute; vinnusta&eth; spilar st&aelig;rstan &thorn;&aacute;tt &iacute; &thorn;v&iacute; a&eth; halda &iacute; gott starfsf&oacute;lk.</span>