Staðnámskeið

Árangursríkari starfsmannasamtöl

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 18. september
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.

Fim. 28. sept. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á tímum stöðugra breytinga og áskorana í umhverfinu og aukinnar fjarvinnu er mikil þörf á því að eiga betri og tíðari starfsmannasamtöl við starfsmenn. Starfsmannasamtöl eru oft vannýtt verkfæri í stjórnun og tíðari starfsmannasamtöl eru að koma í stað árlegra samtala með mjög góðum árangri. Markmið tíðari starfsmannasamtala er að tryggja betri samskipti, bæta upplýsingaflæði og veita tíðari endurgjöf.

Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi form og tíðni starfsmannasamtala. Fjallað verður um helstu þætti sem stuðla að því að starfsmannasamtalið verði árangursríkt. Hver er helsti ávinningurinn fyrir vinnustaðinn, stjórnandann og starfsmanninn. Hvernig styðjum við starfsmenn í markmiðasetningu og tryggjum eftirfylgni. Fjallað verður um hvað felst í góðri samtalstækni og virkri hlustun. Einnig verður fjallað um hvernig við getum nýtt okkur aðferðafræði markþjálfunar í starfsmannasamtölum og hvernig er hægt að bæta endurgjöf.

Á námskeiðinu er fjallað um

Tilgang og markmið með tíðari starfsmannasamtölum.
Mismunandi útfærslur starfsmannasamtala.
Undirbúning og innleiðingu.
Samtalstækni og virka hlustun.
Markmiðasetningu og eftirfylgni.
Endurgjöf og hrós.

Ávinningur þinn

Aukin þekking á mikilvægi og tilgangi starfsmannasamtala.
Hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi sem hægt er að byrja strax að vinna með.
Betri samtalstækni og hlustun.
Aukin hæfni í að leiða starfsmannasamtöl.
Aukin hæfni í að veita endurgjöf.

Fyrir hverja

Fyrir alla stjórnendur, mannauðsstjóra, verkefnastjóra og hópstjóra sem vilja ná betri árangri sem stjórnendur og vilja bæta samskipti, upplýsingagjöf og endurgjöf til starfsmanna sinna.

Nánar um kennara

Inga Þórisdóttir starfar sem stjórnendaþjálfi í fyrirtæki sínu Via Optima. Áður starfaði Inga innan fjármálageirans í rúm tuttugu ár og hefur hún víðtæka stjórnunarreynslu. Inga hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að eiga árangursrík starfsmannasamtöl með áherslu á heiðarlega endurgjöf og nýtingu styrkleika hvers og eins. Inga tók þátt í að innleiða tíðari starfsmannasamtöl á fyrri vinnustað með góðum árangri.

Inga er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og er alþjóðlega vottaður NLP Master Coach markþjálfi. Inga hefur einnig lokið diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ.

Aðrar upplýsingar

Kennsla er í formi fyrirlesturs og umræðu þátttakenda.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Árangursríkari starfsmannasamtöl

Verð
32900

<span class="fm-plan">&Aacute; t&iacute;mum st&ouml;&eth;ugra breytinga og &aacute;skorana &iacute; umhverfinu og aukinnar fjarvinnu er mikil &thorn;&ouml;rf &aacute; &thorn;v&iacute; a&eth; eiga betri og t&iacute;&eth;ari starfsmannasamt&ouml;l vi&eth; starfsmenn. Starfsmannasamt&ouml;l eru oft vann&yacute;tt verkf&aelig;ri &iacute; stj&oacute;rnun og t&iacute;&eth;ari starfsmannasamt&ouml;l eru a&eth; koma &iacute; sta&eth; &aacute;rlegra samtala me&eth; mj&ouml;g g&oacute;&eth;um &aacute;rangri. Markmi&eth; t&iacute;&eth;ari starfsmannasamtala er a&eth; tryggja betri samskipti, b&aelig;ta uppl&yacute;singafl&aelig;&eth;i og veita t&iacute;&eth;ari endurgj&ouml;f.</span>