Staðnámskeið

Erfið starfsmannamál

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 20. október
Almennt verð 39.500 kr. 35.900 kr.

Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar

Mið. 30. okt. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingar og ráðgjafar í mannauðsmálum og eigendur AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Erfið starfsmannamál geta tekið á hlutverk stjórnanda og er mikilvægt að þeir séu vel í stakk búnir til að mæta slíkum málum. Á þessu námskeiði verður fjallað um skilgreiningar á erfiðum starfsmannamálum, hvernig best er að taka á þeim og hvernig skal fyrirbyggja að slík mál komi upp.

Þátttakendum verður gefið svigrúm til að ræða saman um þetta viðfangsefni og þeir beðnir um að taka virkan þátt og vera tilbúnir til að deila reynslu sinni sem stjórnendur.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvað fellur undir erfið starfsmannamál.
Hvað geri þessi mál erfið.
Úrræði og leiðir.
Hvernig megi þjálfa og nýta hæfni til að fyrirbyggja og leysa úr erfiðum málum.

Ávinningur þinn

Aukin innsýn í leiðir fyrir stjórnendur til að taka á erfiðum starfsmannamálum.
Betri þekking á því hvernig má fyrirbyggja erfið mál.
Aukin hæfni í starfsmannastjórnun.

Fyrir hverja

Ætlað stjórnendum sem hafa reynslu af stjórnun starfsmanna.

Nánar um kennara

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir er með MA í Human Resource Management frá University of Westminster. Guðrún hefur undanfarin ár starfað sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún hefur unnið sem ráðgjafi í mannauðsmálum og var starfsmannastjóri og sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands á árunum 2002 - 2015 en starfaði áður hjá Baugi sem verkefnisstjóri og sérfræðingur í mannauðsmálum.

Hildur Halldórsdóttir er með MA í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hildur hefur undanfarin ár starfað sem mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands og var verkefnastjóri á starfsmannasviði Háskóla Íslands á árunum 2007-2016. Þá hefur Hildur starfað við markaðs- og kynningarmál, m.a. hjá ÍMARK og Stöð 2. Hildur er ACC vottaður markþjálfi.

Guðrún og Hildur stofnuðu nýlega fyrirtækið AUKI - mannauður og stjórnendaráðgjöf með það að markmiði að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að efla sig í mannauðsmálum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Erfið starfsmannamál

Verð
39500

<span class="fm-plan">Erfi&eth; starfsmannam&aacute;l geta teki&eth; &aacute; hlutverk stj&oacute;rnanda og er mikilv&aelig;gt a&eth; &thorn;eir s&eacute;u vel &iacute; stakk b&uacute;nir til a&eth; m&aelig;ta sl&iacute;kum m&aacute;lum. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;ur fjalla&eth; um skilgreiningar &aacute; erfi&eth;um starfsmannam&aacute;lum, hvernig best er a&eth; taka &aacute; &thorn;eim og hvernig skal fyrirbyggja a&eth; sl&iacute;k m&aacute;l komi upp.</span>