Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Sáttamiðlun

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 9. janúar
Almennt verð 38.400 kr. 34.900 kr.

Mið. 19. jan. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Sigþrúður Erla Arnardóttir, sálfræðingur og stjórnandi hjá Reykjavíkurborg

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu er fjallað um eðli sáttamiðlunar og hugmyndafræðin að baki sáttamiðlunar er kynnt. Skoðað verður hvað hamlar árangursríkri sáttamiðlun og kynntar verða aðferðir sem beita má við ólíkar aðstæður til að auka líkur á að sátt náist.
Það er lykilatriði fyrir stjórnendur að geta tekist á við ágreining og tekið forystu í að leita sátta milli deilandi aðila.

Fjallað verður um eðli sáttamiðlunar og þekktar kenningar um sáttamiðlun verða kynntar. Skoðað verður af hverju fólk sýnir viðspyrnu þegar leitað er sátta og hugað er að því ferli sem starfsmenn upplifa þegar áreiningur á sér stað. Kynntar verða aðferðir til að meta og greina hagsmunaaðila og áhættur sem geta myndast á milli ólíkra aðila. Skoðað verður hvernig nýta má niðurstöður slíkra greininga til að velja nálgun sáttamiðlunar svo líklegra sé að áformuð sátt gangi eftir.

Unnið verður með raunhæf dæmi til að dýpka skilning þátttakenda á þeim aðferðum sem fjallað verður um á námskeiðinu.

Á námskeiðinu er fjallað um

Eðli ágreinings.
Kenningar í sáttamiðlun.
Hlutverk sáttamanns í ferlinu.
Verkfæri sáttamannsins.
Aðferðir.
Skyldur og siðareglur.

Ávinningur þinn

Skilningur á ágreiningi og deilum.
Þekking á kenningum sáttamiðlunar.
Aukinn skilningur á hlutverki sáttamanns.
Þekking á verkfærum sáttamanna.
Skilningur á aðferðum sáttamanna.
Yfirsýn yfir skyldur og siðareglur sáttamanna.

Fyrir hverja

Stjórnendur og sérfræðinga sem vilja efla þekkingu sína og færni á sviði sáttamiðlunar.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
Afæra námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
Bkenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Sigþrúður Erla Arnardóttir er sálfræðingur. Hún starfar sem stjórnandi hjá Reykjavíkurborg. Auk meistaranáms í sálfræði hefur Sigþrúður lokið námi í sáttamiðlun, Applied Control Theory, Restitution sem og tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sáttamiðlun

Verð
38400

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu er fjalla&eth; um e&eth;li s&aacute;ttami&eth;lunar og hugmyndafr&aelig;&eth;in a&eth; baki s&aacute;ttami&eth;lunar er kynnt. Sko&eth;a&eth; ver&eth;ur hva&eth; hamlar &aacute;rangursr&iacute;kri s&aacute;ttami&eth;lun og kynntar ver&eth;a a&eth;fer&eth;ir sem beita m&aacute; vi&eth; &oacute;l&iacute;kar a&eth;st&aelig;&eth;ur til a&eth; auka l&iacute;kur &aacute; a&eth; s&aacute;tt n&aacute;ist.<br/>&THORN;a&eth; er lykilatri&eth;i fyrir stj&oacute;rnendur a&eth; geta tekist &aacute; vi&eth; &aacute;greining og teki&eth; forystu &iacute; a&eth; leita s&aacute;tta milli deilandi a&eth;ila.</span>