

Valmynd
Fim. 11. jan. kl. 9:30 - 11:30
Ásdís Kristinsdóttir vélaverkfræðingur og Margrét Edda Ragnarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, eigendur og ráðgjafar hjá Gemba
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Námskeiðinu er ætlað að kynna fyrir þátttakendum grunnatriði ferlagreininga, hvernig ná má utan um núverandi stöðu tiltekinna ferla, teikna þau upp og greina tækifæri til umbóta.
Á námskeiðinu verður farið yfir einfaldar aðferðir við að setja fram ferli á skýran máta með SIPOC greiningu. Þegar ferli hefur verið teiknað upp verður farið yfir hvernig bera má kennsl á sóun í ferlum og kenndar áhrifaríkar aðferðir við að gera umbætur á ferlum. Lögð verður áhersla á hagnýtar aðferðir og verklegar æfingar.
Inngang að ferlastjórnun.
Mismunandi aðferðir við ferlagreiningar.
Hvernig nota má umbótavinnustofur við greiningar og umbætur á ferlum.
Öðlast grunnfærni í því að mappa ferla með SIPOC.
Skilningur á ávinningi stöðlunar.
Að læra að bera kennsl á sóun í ferlum.
Að læra einfaldar aðferðir við að greina ferla, tækifæri til umbóta og ná samstöðu um umbótatækifæri sem í ferlunum felast.
Þá sem vilja fá innsýn i greiningu ferla og hvernig má vinna að umbótum þeirra. Námskeiðið er ekki sett fram sem sérfræðinganámskeið og áhersla er lögð á hagnýta nálgun.
Ásdís Kristinsdóttir vélaverkfræðingur og Margrét Edda Ragnarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, eigendur og ráðgjafar hjá Gemba.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Námskeiðinu er ætlað að kynna fyrir þátttakendum grunnatriði ferlagreininga, hvernig ná má utan um núverandi stöðu tiltekinna ferla, teikna þau upp og greina tækifæri til umbóta.</span>