Fjarnámskeið

Áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 16. september
Almennt verð 54.900 kr. 49.900 kr.

Þri. 26. og fim. 28. sept. kl. 9:00 - 12:00

6 klst.

Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi og verkfræðingur

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Í samstarfi við Staðlaráð Íslands

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki uppbyggingu ISO 31000 og kunni að beita staðlinum við að koma á ramma fyrir áhættustjórnun og gera áhættumat. Lögð verður áhersla á áhættustjórnun sem hluta af stjórnunarkerfi, t.d. samkvæmt ISO 9001.

Auk þess að fjalla um uppbyggingu og áherslur ISO 31000 og notkun staðalsins við gerð áhættumats verður farið yfir tengsl hans við staðalinn ISO 31010. Verkefnavinna verður unnin með leiðbeinanda. Einnig verður farið yfir tengsl áhættustjórnunar og öryggisstjórnunar með dæmi þar um.

Á námskeiðinu er fjallað um

Uppbyggingu, áherslur og meginreglur.
Verkefni um meginreglur.
Rammann og verkefni um hann.
Ferlið og dæmisögu.
Verkefni um áhættumat.

Ávinningur þinn

Þekkja uppbyggingu og meginreglur ISO 31000.
Geta beitt staðlinum við að gera ramma fyrir áhættustjórnun.
Kunna að beita staðlinum við áhættumat.
Skilja muninn á áhættustjórnun og öryggisstjórnun.

Fyrir hverja

Fyrir þá sem vilja öðlast skilning á ISO 31000 og framsetningu hans við áhættustjórnun. Hentar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja efla áhættustjórnun í sínum skipulagsheildum, ekki síst hvernig hún tengist inn í þau stjórnkerfi sem eru fyrir. Hentar fyrir t.d. gæðastjóra, áhættu- og/eða öryggisstjóra og aðra stjórnendur sem vilja nýta sér leiðir til að minnka óvissu í rekstri.

Nánar um kennara

Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi og verkfræðingur.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og léttri verkefnavinnu með leiðbeinanda. Þátttakendur námskeiðs fá lesaðgang að staðlinum ISO 31000 á meðan námskeiði stendur. Einnig fá þátttakendur afslátt við kaup á staðlinum hjá Staðlaráði Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000

Verð
54900

<span class="fm-plan">Markmi&eth; n&aacute;mskei&eth;sins er a&eth; &thorn;&aacute;tttakendur &thorn;ekki uppbyggingu ISO 31000 og kunni a&eth; beita sta&eth;linum vi&eth; a&eth; koma &aacute; ramma fyrir &aacute;h&aelig;ttustj&oacute;rnun og gera &aacute;h&aelig;ttumat. L&ouml;g&eth; ver&eth;ur &aacute;hersla &aacute; &aacute;h&aelig;ttustj&oacute;rnun sem hluta af stj&oacute;rnunarkerfi, t.d. samkv&aelig;mt ISO 9001.</span>