Staðnámskeið

Edda

í Þjóðleikhúsinu
Verð 16.400 kr.
Í gangi

Þri. 28. nóv. kl. 19:30 - 21:30 hjá Endurmenntun Dunhaga 7
Mið. 6. des. kl. 14:00 - 16:00 í Þjóðleikhúsinu, Stóra svið
Fim. 21. des. kl. 20:00 Forsýning á Eddu á Stóra sviði Þjóðleikhússins og stuttar umræður.
Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

6 klst.

Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun og Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og handritshöfundur Eddu
Tengiliður: Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins

Endurmenntun, Dunhaga 7 og í Þjóðleikhúsinu, Hverfisgötu 19

Námskeið

Í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Fróðlegt og spennandi námskeið í tengslum við uppfærslu Þjóðleikhússins á Eddu, jólasýningu leikhússins, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.
 
Í sýningunni nálgast Þorleifur Örn og samstarfsfólk hans hugmyndaheim goðafræðinnar í Eddu á nýstárlegan, frjóan og ögrandi hátt, og fjalla um knýjandi spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Átök guða, manna og annarra afla sem stjórna heiminum, sköpun heimsins og endalok hans, birtast okkur hér í stórsýningu þar sem í brennidepli er samband manns og náttúru. Hugmyndaauðgi, sprengikraftur og sterk, myndræn sýn einkenna sýningar Þorleifs Arnar, líkt og stórsýningarnar Rómeó og Júlíu, Njálu og Engla alheimsins, og hér heldur hann áfram að víkka út möguleika leikhússins með stórum hópi leikara og annarra leikhúslistamanna.

Sýningar Þorleifs Arnar hafa sópað til sín Grímuverðlaunum og öðrum leiklistarverðlaunum.  Uppsetning hans á Eddunni í Borgarleikhúsinu í Hannover vakti mikla athygli og hlaut hin eftirsóttu, þýsku leiklistarverðlaun Fástinn sem sýning ársins. Í sýningu Þjóðleikhússins nálgast Þorleifur Örn efniviðinn á nýjan og ferskan hátt, með nýju samverkafólki.
 
Á námskeiðinu fjallar Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, um goðakvæðin í Eddu, með áherslu á Völuspá og Gylfaginningu Snorra Eddu. Þátttakendur koma í heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu og ræða við leikstjóra sýningarinnar, og sjá loks sýninguna fullbúna á forsýningu.
Miði á forsýningu er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Dagskrá námskeiðs:

Þri. 28.11. kl. 19.30-21.30 – Endurmenntun HÍ. Gísli Sigurðsson fjallar um Völuspá, goðafræðina og Snorra Eddu.
Mið. 6.12. kl. 14-16 – Stóra svið Þjóðleikhússins. Heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu.
Fim. 21.12. kl. 20 – Forsýning á Eddu á Stóra sviði Þjóðleikhússins og stuttar umræður að henni lokinni.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á leikhúsi og sviðslistum, fornbókmenntum og íslenskri menningararfleifð.

Nánar um kennara

Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor hefur starfað á Árnastofnun frá 1990. Hann hefur séð um sýningar um forn fræði og handritin, unnið að alþýðlegum útgáfum forntexta, m.a. útgáfum á Hávamálum og Völuspá og öðrum Eddukvæðum, skrifað bækur um gelísk áhrif á Íslandi, munnlega hefð og fornsögur, og um hvað sé merkilegt við íslenskar fornbókmenntir; einnig lagt stund á þáttagerð í útvarpi og skrifað ritdóma og greinar í blöð og tímarit, auk þess að ritstýra útgáfu vesturíslenskra munnmæla, ýmsum fræðiritum og tímariti stofnunarinnar Griplu. Þá hefur Gísli kennt reglulega í þjóðfræðadeild HÍ.

Þorleifur Örn Arnarsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2003 og lauk námi í leikstjórn frá Ernst Busch leiklistarháskólanum í Berlín árið 2009. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga og ópera á Íslandi, í Þýskalandi og víðar. Hann var um hríð yfirmaður leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín. Hann er í listrænu teymi Þjóðleikhússins og leikstýrir í vetur Eddu. Áður leikstýrði hann hér Rómeó og Júlíu, Englum alheimsins og Sjálfstæðu fólki. Í Borgarleikhúsinu leikstýrði hann Njálu og Guð blessi Ísland. Hann hlaut þýsku leiklistarverðlaunin Fástinn fyrir leikstjórn á Eddu og Pétur Gautur var verðlaunuð af Nachtkritik-Theatertreffen. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Engla alheimsins og Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Edda

Verð
16400

<span style="font-family: 'Arial';color: #000000;" >Fr&oacute;&eth;legt og spennandi n&aacute;mskei&eth; &iacute; tengslum vi&eth; uppf&aelig;rslu &THORN;j&oacute;&eth;leikh&uacute;ssins &aacute; Eddu, j&oacute;las&yacute;ningu leikh&uacute;ssins, &iacute; leikstj&oacute;rn &THORN;orleifs Arnar Arnarssonar.<br/>&nbsp;<br/>&Iacute; s&yacute;ningunni n&aacute;lgast &THORN;orleifur &Ouml;rn og samstarfsf&oacute;lk hans hugmyndaheim go&eth;afr&aelig;&eth;innar &iacute; Eddu &aacute; n&yacute;st&aacute;rlegan, frj&oacute;an og &ouml;grandi h&aacute;tt, og fjalla um kn&yacute;jandi spurningar sem vi&eth; st&ouml;ndum frammi fyrir. &Aacute;t&ouml;k gu&eth;a, manna og annarra afla sem stj&oacute;rna heiminum, sk&ouml;pun heimsins og endalok hans, birtast okkur h&eacute;r &iacute; st&oacute;rs&yacute;ningu &thorn;ar sem &iacute; brennidepli er samband manns og n&aacute;tt&uacute;ru. Hugmyndaau&eth;gi, sprengikraftur og sterk, myndr&aelig;n s&yacute;n einkenna s&yacute;ningar &THORN;orleifs Arnar, l&iacute;kt og st&oacute;rs&yacute;ningarnar R&oacute;me&oacute; og J&uacute;l&iacute;u, Nj&aacute;lu og Engla alheimsins, og h&eacute;r heldur hann &aacute;fram a&eth; v&iacute;kka &uacute;t m&ouml;guleika leikh&uacute;ssins me&eth; st&oacute;rum h&oacute;pi leikara og annarra leikh&uacute;slistamanna.</span>