Staðnámskeið

Leiðsögn og kennsla á vettvangi (HJÚ0AHF)

Umsóknarfrestur til og með 2. janúar 2023 Verð 75.000 kr.

Kennt er á dagtíma. Stundatafla verður birt hjá viðkomandi deild. Sjá nánar á heimasíðu Hjúkrunarfræðideildar undir stundatöflur.

20 klst.

Umsjónarkennari: Hrund Scheving Thorsteinsson, aðjunkt

Eirberg við Eiríksgötu - sjá stundatöflu

Námskeið

Í samstarfi við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana. Hið síbreytilega starfsumhverfi gerir enn meiri kröfur til hjúkrunarfræðinga um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystu- og leiðbeinendahlutverk í starfi hjúkrunarfræðinga. Farið er í lykilþætti leiðsagnar nemenda og nýráðinna hjúkrunarfræðinga á vettvangi.

Fjallað verður um lykilhugtök fullorðinsfræðslu og náms á vettvangi, s.s. samskipti við nemendur, samþættingu fræða og starfs, þætti sem hafa áhrif á nám og kennslu á vettvangi og sérstöðu klínísks námsumhverfis. Mismunandi aðferðir við leiðsögn og kennslu eru kynntar.

Kennslutilhögun
Námskeiðið verður líklega kennt sem vefnámskeið.

Hæfniviðmið
1. Nemandi hefur þekkingu og skilning á efni námskeiðsins.
2. Nemandi hefur hagnýta þekkingu sem tengist kennslu á klínískum vettvangi.
3. Nemandi hefur færni til þess að taka að sér og sjá um kennslu á klínískum vettvangi.
4. Nemandi þekkir nýjar og nýlegar rannsóknir sem lúta að menntun og klínískri kennslu.
5. Nemandi getur gert grein fyrir þekkingu sinni og skilningi á þáttum er varða kennslu á kennslu á klínískum vettvangi.
6. Nemandi hefur þekkingu til að safna/nálgast fræðilegar upplýsingar/rannsóknir tengdar efni námskeiðsins.

Forkröfur
Ekkert tilgreint.

Sjá upplýsingar um námskeiðið í Kennsluskrá.
Sjá
stundatöflu á heimasíðu viðkomandi deildar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leiðsögn og kennsla á vettvangi (HJÚ0AHF)

Verð
75000

<span class="fm-plan">&Aacute; s&iacute;&eth;ustu &aacute;rum hafa or&eth;i&eth; miklar breytingar &aacute; starfsumhverfi heilbrig&eth;isstofnana. Hi&eth; s&iacute;breytilega starfsumhverfi gerir enn meiri kr&ouml;fur til hj&uacute;krunarfr&aelig;&eth;inga um f&aelig;rni &iacute; lei&eth;togahlutverkinu, hvort heldur er &iacute; kl&iacute;n&iacute;sku starfi, vi&eth; stj&oacute;rnun e&eth;a kennslu. N&aacute;mskei&eth;inu er &aelig;tla&eth; a&eth; b&uacute;a nemendur undir forystu- og lei&eth;beinendahlutverk &iacute; starfi hj&uacute;krunarfr&aelig;&eth;inga. Fari&eth; er &iacute; lykil&thorn;&aelig;tti lei&eth;sagnar nemenda og n&yacute;r&aacute;&eth;inna hj&uacute;krunarfr&aelig;&eth;inga &aacute; vettvangi.</span>