Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað

Verð 36.200 kr.
Aðeins 6 sæti laus
Nýtt

Mið. 8. des. kl. 8:30 - 11:30

3 klst.

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Hildur Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Góð samskipti á vinnustað eru grunnurinn að vellíðan á vinnustað og starfsánægju. Mikilvægt er að rödd allra heyrist og að starfsfólk upplifi jafnvægi í samskiptum sín á milli.

Á þessu námskeiði verður fjallað um faglega hegðun á vinnustað (e. professional behaviour) og hvernig hægt er að tileinka sér samskipti sem stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu.

Um lifandi kennslu er að ræða þar sem þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu. Æfingar, dæmi og umræður.

Á námskeiðinu er fjallað um

Faglega hegðun (e. professional behaviour) á vinnustað.
Eðli ólíkrar hegðunar á vinnustað.
Leiðir til að styrkja sig í samskiptum á vinnustað til að auka starfsánægju.
Hvernig við getum brugðist við erfiðum samskiptum með uppbyggilegum hætti.
Hvernig hægt er að þjálfa áræðni (e. assertiveness) í samskiptum.

Ávinningur þinn

Aukin vellíðan á vinnustað.
Betri færni í faglegum samskiptum á vinnustað.
Aukið sjálfstraust í samskiptum.
Skilningur á eðli viðbragða ásamt hegðun annarra.

Fyrir hverja

Fyrir alla þá sem vilja auka færni og vellíðan í samskiptum á vinnustað.
Námskeið um sama efni fyrir stjórnendur verður haldið í janúar 2022.

Aðrar upplýsingar

Fyrirvari um námskeið:
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir er MA í Human Resource Management frá University of Westminster. Guðrún starfar sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún hefur unnið sem ráðgjafi í mannauðsmálum og var starfsmannastjóri og sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands á árunum 2002 - 2015 en starfaði áður hjá Baugi sem verkefnisstjóri og sérfræðingur í mannauðsmálum.

Hildur Halldórsdóttir er með MA í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hildur hefur starfað í mannauðsmálum undanfarin ár, sem verkefnastjóri á starfsmannasviði Háskóla Íslands á árunum 2007-2016. Hún starfar nú sem mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað

Verð
36200

<span class="fm-plan">G&oacute;&eth; samskipti &aacute; vinnusta&eth; eru grunnurinn a&eth; vell&iacute;&eth;an &aacute; vinnusta&eth; og starfs&aacute;n&aelig;gju. Mikilv&aelig;gt er a&eth; r&ouml;dd allra heyrist og a&eth; starfsf&oacute;lk upplifi jafnv&aelig;gi &iacute; samskiptum s&iacute;n &aacute; milli.</span>