Staðnámskeið

Hætt að vinna, farin að leika!

- hlaðborð af ævintýrum og nýjum upplifunum við starfslok
Verð 142.900 kr.
Í gangi

Ekki missa af spennandi námskeiðum! Skráðu þig á póstlista Endurmenntunar HÍ!

Mán. 11., mið. 13., fim. 14., mán. 18. og fim. 21. mars frá 16:15-19:15 (5x)

15 klst.

Edda Björgvinsdóttir, leikkona, MA í menningarstjórnun og diplóma í jákvæðri sálfræði og sálgæslu. Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskóla hjá Reykjavíkurborg, MA í menningarstjórnun og í Evrópufræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði. Thelma Björk Jónsdóttir, jóga- og textílkennari hjá Hjallastefnunni, diplóma í jákvæðri sálfræði. Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur,starfar sem sérfræðingur hjá Íslandsbanka auk þess sem hún vinnur að verkefnum á sveitastjórnarstigi. Guðrún Bergsteinsdóttir, lögmaður og sáttamiðlari.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Námskeiðið „Hætt að vinna, farin að leika“ er ætlað einstaklingum sem eru að huga að því að ljúka starfsævi, eru að minnka við sig vinnu eða eru þegar hættir á vinnumarkaði.

Fjölmargar rannsóknir sýna mikilvægi þess að geta alla ævi notið sín, lært, hlegið, kynnst nýju fólki og fundið tilgang í öllum breytingunum í lífi okkar.

Á þessu námskeiði verður boðið upp á hlaðborð af ævintýrum þar sem áherslan er á gleði, sköpun, húmor, fræðslu og valdeflingu m.a. gegnum leikinn. Við prófum að vera í flæði, hreyfa okkur, skapa list og fræðast um vísindin á bak við hamingjuna. Við kynnumst hugleiðslu og möntrum, finnum styrkleika okkar og aukum flæði gleðihormóna. Hver dagur í lífi okkar verður ævintýri!

Þá er fjallað um hugmyndafræði um leikskóla fyrir fullorðið fólk með áherslu á fullorðinsfræðslu og mikilvægi þess að víkka hugann, leika sér og tengjast sjálfum sér og öðrum á nýjan hátt. Við horfum til þess sem börn gera til að njóta, byggja sig upp og læra í uppeldisstofnunum og bjóðum upp á nýstárlegt hlaðborð af ævintýrum þar sem áherslan er á gleði, listsköpun, húmor, fræðslu og valdeflingu m.a. gegnum leikinn.

Markmið námskeið er að þátttakendur læri leiðir til að að auka vellíðan, hamingju, gleði og bjartsýni. Gleðin getur sannarlega orðið að vana! Jafnframt er fjallað um hagnýt atriði líkt og fjármál, lífeyris- og erfðamál. Aukin þekking gefur betur yfirsýn og öryggi þannig að auðveldara er að aðlaga sig að breyttu lífsmynstri.

Á námskeiðinu er fjallað um

Styrkleika.
Húmor og gleði.
Lifa og leika - Slaka og skapa.
Lykilinn að hamingjunni .
Fræðin á bak við það að eldast vel þrátt fyrir mótlæti.
Fjármál við starfslok.
Erfðamál.

Ávinningur þinn

Þú rifjar upp hvað það er gaman að leika sér og skapa
Þú ferð út fyrir boxið og uppgötvar nýja styrkleika
Þú öðlast meiri kjark og víðsýni
Þú lærir að hugleiða
Þú færð fræðslu um jákvæða öldrun
Þú lærir að vinna með styrkleika þína
Þú færð tækifæri til að valdeflast í frábærum hópi
Þú færð aukna þekkingu og öryggi í fjármálum við starfslok
Þú færð góða yfirsýn yfir væntanlegar lífeyrisgreiðslur
Þú færð aukin skilning á erfðamálum

Fyrir hverja

Fyrir öll þau sem hafa loksins tíma til að njóta ,vera, styrkja sig, hlæja, skapa og brosa.

Nánar um kennara

Edda Björgvinsdóttir lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Íslands og meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur einnig lokið diplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og í sálgæslu frá Endurmenntun. Edda hefur víðtæka reynslu af námskeiðs- og fyrirlestrarhaldi af ýmsum toga.

Guðrún Bergsteinsdóttir starfar sem lögmaður hjá Local lögmönnum. Guðrún er cand. jur frá Háskóla Íslands, lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraði og Landsrétti, með mastersgráðu í Evrópuréttu, verðbréfamiðlari og sáttamiðlari.

Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur, þekkir vel til lífeyrismála en hún hefur verið með ráðgjöf og fræðslu í lífeyrismálum til fjölda ára. Um langt skeið hefur hún haldið kynningar og námskeið á lífeyrisréttindum fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. Hún hefur einnig setið í fræðslunefnd Landssamtaka lífeyrissjóða. Í dag starfar Lilja Lind sem sérfræðingur hjá Íslandsbanka auk þess sem hún vinnur að verkefnum á sveitastjórnarstigi.

Soffía Vagnsdóttir er menntaður tónmenntakennari og hefur lokið MA í menningarstjórnun og MA í Evrópufræðum frá Háskólanum á Bifröst. Soffía starfar sem skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskóla á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hún hefur komið að allskyns skapandi verkefnum á sviði tónlistar, menntunar og samfélagsmála. Hún lauk í vor diplómanámi í Jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar fjallaði um jákvæða öldrun og bar heitið
Lifum ríkulega á meðan við lifum".

Thelma Björk Jónsdóttir er menntaður fatahönnuður, listgreinakennari, jóga og hugleiðslukennari. Thelma Björk hefur víðtæka reynslu af kennslu, kennt fjölda námskeiða og kennir í dag textíl og jóga hjá Hjallastefnunni í Reykjavík. Thelma Björk lauk nýverið diplómanámi í Jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun. Lokaverkefnið hennar hefur hlotið verðskuldaða athygli en það fjallar um hugmynd hennar um leikskóla fyrir fullorðið fólk.

Aðrar upplýsingar

Mættu með gleðina og ævintýraþrá í hjarta.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hætt að vinna, farin að leika!

Verð
142900

<span style="font-size: 12px;color: #1D435C;" >N&aacute;mskei&eth;i&eth; &bdquo;H&aelig;tt a&eth; vinna, farin a&eth; leika&ldquo; er &aelig;tla&eth; einstaklingum sem eru a&eth; huga a&eth; &thorn;v&iacute; a&eth; lj&uacute;ka starfs&aelig;vi, eru a&eth; minnka vi&eth; sig vinnu e&eth;a eru &thorn;egar h&aelig;ttir &aacute; vinnumarka&eth;i.</span>