

Valmynd
Mán. 6. - 20. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (3x)
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og knattspyrnuáhugamaður
Endurmenntun, Dunhaga 7.
Fótbolti er mögulega mikilvægasta menningarfyrirbæri samtímans en á sínar myrku hliðar og blóði drifna sögu sem verður skoðuð á þessu námskeiði.
Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein í heimi og hefur verið um meira en hundrað ára skeið. Á öllum tímum hafa valdafíknir stjórnmálamenn reynt að nýta fótboltann sér til framdráttar með misjöfnum árangri. Pólitíkin hefur mótað knattspyrnuna en knattspyrnan hefur einnig haft áhrif á pólitíkina. Á námskeiðinu verður varpað upp svipmyndum af meira en aldarlöngum samskiptum knattspyrnu, stjórnmála og skipulagðrar glæpastarfsemi.
Upphaf knattspyrnunnar - hvernig bresk drengjaskólaafþreying leggur heiminn að fótum sér.
Hvernig hafa einræðisstjórnir um víða veröld reynt að færa sér knattspyrnuna í nyt?
FIFA, spillinguna og múturnar
Hvernig tengist alþjóðafótboltinn skipulagðri glæpastarfsemi?
Dýpri skilningur á knattspyrnu sem mikilvægum þætti í dægurmenningu samtímans.
Betri innsýn í fyrirbæri sem sameinar fleiri jarðarbúa en nokkuð annað - fótboltann
Öll þau sem vilja kynna sér betur sögu og hin óhreinu leyndarmál knattspyrnunnar. Kostur er að kunna rangstöðuregluna, en þó ekki skilyrði.
Stefán Pálsson hefur um langt árabil skrifað sögulega pistla um knattspyrnu í dagblöð, gert um efnið útvarpsþætti og sjónvarpsinnslög auk þess að vera viðmælandi í ýmsum hlaðvarpsþáttum. Hann var jafnframt höfundur Frambókarinnar, aldarsögu knattspyrnufélagsins Fram.
Engar forkröfur eru gerðar fyrir námskeiðið. Kennari mun benda á hentugt lesefni til undirbúnings sem mun greiða fyrir skilningi en er þó ekki forsenda. Námskeiðið var áður á dagskrá árið 2012 en hefur verið endurskoðað og uppfært talsvert.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Fótbolti er mögulega mikilvægasta menningarfyrirbæri samtímans en á sínar myrku hliðar og blóði drifna sögu sem verður skoðuð á þessu námskeiði.</span>