Staðnámskeið

Hagnýt réttarlæknisfræði fyrir fagfólk í heilbrigðis- og réttarkerfinu

Verð 83.500 kr.
Í gangi

Þri. 23. apríl kl. 12:00 - 17:00 og mið. 24. apríl kl. 8:30 - 16:00.

12 klst.

Pétur Guðmann Guðmannsson, réttarlæknir

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á þessu námskeiði verða kynnt viðfangsefni réttarlæknisfræði. Dregin verður upp mynd af rannsókn dauðsfalla og réttarlæknisfræðilegu mati á lifandi einstaklingum. Áhersla verður á hagnýt atriði, svo sem túlkun áverka, lífshættu, mat á dánarorsök, líkskoðun og vandamál við greiningar en einnig verður farið í fræðileg atriði til að undirbyggja ofannefnt.

Námskeiðið er ætlað fagfólki innan heilbrigðisgeirans og réttarkerfisins hverra störf hafa snertiflöt við rannsóknir á brotamálum eða aðilum brotamála. Hugtök áverkafræðinnar verða kynnt og valin áverkaferli skoðuð náið með tilliti til kraftgerða.

Þá verður fjallað um það hvað og hvernig lesið er í áverka og hvaða sögu áverkinn segir um atburðinn sem rannsakaður er. Þá er rætt um fyrirbærin: lífshættulegur áverki, lífshættulegt ástand og lífshættulegur gjörningur.

Rætt verður um stöðu læknisins sem hefur með réttarlæknisfræðilegt verkefni að gera, hversu viss er niðurstaðan og hver nýtur vafans? Kynnt verða helstu atriði við rannsókn á dauðsföllum, skilgreiningu dauða og breytingar á líkamanum eftir dauðann. Fjallað verður um ritun dánarvottorðs og vissu við mat á dánarorsök.

Krufningin verður útskýrð; styrkleikar hennar og veikleikar. Fjallað verður um skyndidauða, sjúkdóm og ónáttúruleg dánaratvik. Fjallað verður um kraftbeitingu gegn hálsi og kyrkingu. Réttarlæknisfræðileg líkskoðun og vettvangsvinna verða skoðuð undir hagnýttu sjónarhorni.

Þess skal getið að kennari sýnir myndir til stuðnings máli sínu. Sumar hverjar þessara mynda sýna áverka á fólki og/eða látið fólk. Myndirnar geta vakið óhug.

Á námskeiðinu er fjallað um

Almennt um krafta og áverka.
Greiningu áverka.
Lífshættu.
Túlkun ummerkja og miðlun niðurstaðna – vissa og óvissa.
Hvað er dauði?
Dauðaferlið og breytingar á líkamanum eftir dauðann.
Krufningu.
Skyndidauða vegna sjúkdóms.
Dánarorsök.
Kraftverkun á háls.
Ónáttúrulegan dauða; slys, sjálfsvíg og manndráp.
Réttarlæknisfræðilega líkskoðun.

Ávinningur þinn

Þú munt vita hvað réttarlæknisfræði fæst við og hvert hlutverk réttarlæknis er við rannsókn á brotamáli.
Þú munt kannast við helstu hugtök áverkafræði og hvernig þeim er beitt við túlkun á áverkaferlinu.
Mynd þín af krufningarferlinu og starfi réttarlæknis á vettvangi skýrist.
Þú munt kannast við helstu aðferðir við mat á dánartíma og þau vandamál sem þeim tengjast.
Þú munt skilja réttarlæknisfræðilega sjónarhornið á lífshættulegt ástand, lífshættulegan áverka og lífshættulegan gjörning, og mikilvægi þess að greina milli þessara þriggja fyrirbæra.
Þú munt skilja mikilvægi greininga áverka á hálsi og punktblæðinga.
Þú munt kynnast hinu breiða litrófi breytinga á líkamanum eftir dauðann.
Þú munt skilja að dauðinn er ekki augabragðsfyrirbæri, heldur ferli sem hefur ólíkar birtingarmyndir.
Þú munt kannast við helstu sjúkdómsflokka sem valda skyndidauða.
Þú munt kynnast grundvallaratriðum í nálgun líks á vettvangi og helstu atriðum er varða líkskoðun.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað fagmönnum í störfum sem varða rannsókn og réttarmeðferð brotamála þar sem læknisfræðileg álit koma til greina, t.d. læknar, lögmenn, lögreglumenn og ákærendur.

Nánar um kennara

Pétur Guðmann Guðmannsson er réttarlæknir sem starfað hefur við fagið í 11 ár, fyrst í Svíþjóð og síðar á Íslandi. Hann hefur komið að fjöldamörgum rannsóknum á manndrápum og ofbeldisverkum. Hann hefur sérstaklega rannsakað áverka á hálsi og banvænar árásir dýra. Pétur kennir réttarlæknisfræði og hjartameinafræði við læknadeild HÍ.

Aðrar upplýsingar

Vekjum athygli á að fyrri dagur námskeiðs er hálfur dagur eftir hádegi. Seinni dagur námskeiðs er heill dagur.




Lesa frétt sem birtist á Vísir.is 12. ágúst 2023 Eini réttarmeinafræðingur landsins fræðir rithöfunda um dauðann .

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hagnýt réttarlæknisfræði fyrir fagfólk í heilbrigðis- og réttarkerfinu

Verð
83500

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i ver&eth;a kynnt vi&eth;fangsefni r&eacute;ttarl&aelig;knisfr&aelig;&eth;i. Dregin ver&eth;ur upp mynd af ranns&oacute;kn dau&eth;sfalla og r&eacute;ttarl&aelig;knisfr&aelig;&eth;ilegu mati &aacute; lifandi einstaklingum. &Aacute;hersla ver&eth;ur &aacute; hagn&yacute;t atri&eth;i, svo sem t&uacute;lkun &aacute;verka, l&iacute;fsh&aelig;ttu, mat &aacute; d&aacute;narors&ouml;k, l&iacute;ksko&eth;un og vandam&aacute;l vi&eth; greiningar en einnig ver&eth;ur fari&eth; &iacute; fr&aelig;&eth;ileg atri&eth;i til a&eth; undirbyggja ofannefnt.</span>