Staðnámskeið

Hagnýt réttarlæknisfræði fyrir fagfólk í heilbrigðis- og réttarkerfinu

- framhaldsnámskeið
Verð 61.500 ISK
Í gangi

Mán. 20., mið. 22. og fös. 24. mars kl. 8:30 - 12:30

12 klst.

Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á þessu námskeiði er farið dýpra í réttarlæknisfræði fyrir fagmanninn og byggt ofan á þann grunn sem námskeiðið „Hagnýt réttarlæknisfræði fyrir fagfólk í heilbrigðis- og réttarkerfinu“ veitti.

Dýpri könnun á réttarlæknisfræði fyrir fagmanninn, með praktískum áherslum. Farið er yfir hvernig matsgerðir fyrir réttarkerfið eru unnar, skotáverkar eru skoðaðir nánar og farið yfir dauðaferlið á nákvæman hátt. Fjallað er um hvaða vandamál koma upp við rannsókn manndrápa og hvernig kennsl og skoðun krefjandi líkamsleifa fer fram.

Þess skal getið að kennari sýnir myndir til stuðnings máli sínu. Sumar hverjar þessara mynda sýna áverka á fólki og/eða látið fólk. Myndirnar geta vakið óhug.

Á námskeiðinu er fjallað um

Praktísk nálgun ritunar réttarlæknisfræðilegra matsgerða fyrir réttarkerfið.
Áverkafræði skotáverka.
Dauðaferlið skoðað á dýptina.
Manndráp og réttarlæknisfræðileg vandamál kynnt út frá tilfellum.
Kennsl og réttarlæknisfræðileg rannsókn krefjandi líkamsleifa.

Ávinningur þinn

Að kynnast grundvallaratriðum í ritun réttarlæknisfræðilegrar matsgerðar.
Að kynnast áverkafræði skotáverka.
Að kynnast réttarlæknisfræðilegum sjónarhóli á dauðaferlið.
Að kynnast því hvaða vandamál geta komið upp við rannsókn manndráps.
Að kynnast helstu atriðum varðandi kennslavinnu og skoðun krefjandi líkamsleifa.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið fyrra námskeiði: „Hagnýtri réttarlæknisfræði fyrir fagfólk í heilbrigðis- og réttarkerfinu“ hjá Endurmenntun HÍ.

Nánar um kennara

Pétur Guðmann Guðmannsson er réttarlæknir sem starfað hefur við fagið í 9 ár, fyrst í Svíþjóð og síðar á Íslandi. Hann hefur komið að fjöldamörgum rannsóknum á manndrápum og ofbeldisverkum. Hann hefur sérstaklega rannsakað áverka á hálsi og banvænar árásir dýra. Pétur kennir réttarlæknisfræði og hjartameinafræði við læknadeild HÍ.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hagnýt réttarlæknisfræði fyrir fagfólk í heilbrigðis- og réttarkerfinu

Verð
61500

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i er fari&eth; d&yacute;pra &iacute; r&eacute;ttarl&aelig;knisfr&aelig;&eth;i fyrir fagmanninn og byggt ofan &aacute; &thorn;ann grunn sem n&aacute;mskei&eth;i&eth; &bdquo;Hagn&yacute;t r&eacute;ttarl&aelig;knisfr&aelig;&eth;i fyrir fagf&oacute;lk &iacute; heilbrig&eth;is- og r&eacute;ttarkerfinu&ldquo; veitti.</span>