Staðnámskeið

Vörumerki - svo miklu meira en bara lógó

- skilgreindu og mótaðu þitt brand
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 13. nóvember
Almennt verð 59.300 kr. 53.900 kr.
Nýtt

Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar

Lau. 23. og 30. nóv. kl. 10:00 - 13:00

6 klst.

Sigrún Baldursdóttir, alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur og kennari, og Sigrún Lýðsdóttir, margmiðlunar- og samskiptahönnuður og markaðsstjóri.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á þessu námskeiði fá þátttakendur verkfæri til þess að kafa í sinn eigin vörumerkjakjarna, þróa hann og finna út hvernig best er að miðla honum og móta hugrenningar- og tilfinningatengsl við neytendur.

Mikilvægasta grunnstoð vörumerkja er vörumerkjakjarninn en hann auðveldar markhópagreiningu og ákvarðanatöku um markaðsáætlanir.

Kynntar verða þekktar aðferðir sem þátttakendur vinna svo með á vinnustofu og uppi stendur grunnur að eigin brandbók fyrir eigið vörumerki þátttakenda.

Á námskeiðinu er fjallað um

Karakter og konsept – að skapa heildstæða sýn og eigin rödd.
Tilfinningatengsl – hvernig hægt er að ná samkeppnisforskoti.
Sköpun og mótun – byggt á þekktum aðferðum til árangurs.
Sjónræna upplifun – litapallettur og letur.
Vinnustofa – þátttakendur vinna með eigið verkefni/fyrirtæki/start up.

Ávinningur þinn

Tæki og tól til að miðla eigin vörumerki.
Grunnur að eigin vörumerkjaleiðarvísi (brandbók).
Dýpri skilningur og yfirsýn á eigin vörumerki.
Vörumerkjakjarninn þinn skilgreindur.
Þinn kjarnamarkhópur greindur.
Þú lærir að móta hugrenninga- og tilfinningatengsl við neytendur.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar vel fyrir einyrkja, verkefni og smærri fyrirtæki. Hentar einnig frumkvöðlum og Startup.

Nánar um kennara

Sigrún Baldurs er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræðum með áherslu á stefnumiðaða vörumerkjastjórnun og sjálfbærni. Hún tók hluta af sínu námi í Copenhagen Business School. Sigrún hefur reynslu af uppbyggingu vörumerkja á Íslandi og í Danmörku en er í dag starfandi kennari.

Sigrún Lýðs er með meistaragráðu í margmiðlunar- og samskiptahönnun frá Hollandi. Hún hefur unnið með video, ljósmyndun og grafíska hönnun hjá auglýsingastofum og sjónvarpsstöðvum. Í dag er hún starfandi markaðsstjóri.

Aðrar upplýsingar

Kennsla er í formi fyrirlestra, verkefna og umræðna.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vörumerki - svo miklu meira en bara lógó

Verð
59300

<span class="fm-plan">&Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i f&aacute; &thorn;&aacute;tttakendur verkf&aelig;ri til &thorn;ess a&eth; kafa &iacute; sinn eigin v&ouml;rumerkjakjarna, &thorn;r&oacute;a hann og finna &uacute;t hvernig best er a&eth; mi&eth;la honum og m&oacute;ta hugrenningar- og tilfinningatengsl vi&eth; neytendur.</span>