Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Google Analytics og leitarvélabestun fyrir byrjendur

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 24. apríl
Almennt verð 32.900 kr. 29.900 kr.

Velkomin á nýja heimasíðu! | Ef einhverjar spurningar vakna má senda okkur fyrirspurn í gegnum endurmenntun@hi.is

Mið. 4. maí kl. 13:00 - 17:00

4 klst.

Hannes Agnarsson Johnson, Chief Growth Officer hjá Smitten

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Google Analytics er frítt vefgreiningartól frá Google og er vinsælasta vefgreiningartólið í heiminum. Með því er m.a. hægt að sjá hversu margir skoða vefsíðuna þína, hvaðan þeir komu og hvað þeir gera á vefsíðunni.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra betur á Google Analytics og nota það til að ná betri árangri með vefsíðuna sína. Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur kunna að lesa helstu gögn og tölur sem leynast í Google Analytics og skipta máli.

Einnig verður farið yfir Google Search Console, sem vefstjórar (og aðrir sem koma að rekstri vefsíðna) geta notað til að greina vefsíður út frá því hvernig notendur og Google leitarvélin sjá þær. Á námskeiðinu verður stuðst við hið hefðbundna "Universal Analytics" viðmót en ekki Google Analytics 4 þar sem fáir eru að vinna með það eins og er.

Á námskeiðinu er fjallað um

Helstu hugtökin í vefgreiningu.
Helstu atriði sem er gagnlegt að skoða í Google Analytics.
Hvernig er hægt að fá betri tölfræði frá ákveðnum herferðum (t.d. tölvupóstum og vefborðum).
Hvernig þú skoðar ítarlegri gögn um þá sem heimsækja vefsíðuna þína.
Hvernig þú fylgist með hvort fólk sé að klára ákveðin ferli (skráningu, sölu o.s.frv.).
Hvernig er hægt að búa til skýrslur sem eru sendar reglulega.
Hvernig þú getur séð hvaða leitarorð fólk notar til að finna vefsíðuna þína.

Ávinningur þinn

Lærir að lesa í Google Analytics tölfræðina til að sjá tækifæri og læra meira um notendur/viðskiptavini (er eitthvað efni sem þú ættir að bæta við síðuna eða vara sem þú þarft að auglýsa betur?).
Getur greint hvaða markaðssetning virkar og hver ekki (hvað ættir þú að setja meiri tíma og pening í og hverju ættir þú að sleppa?).
Getur greint hvort vefsíðan sé að skila árangri (er fólk að gera það sem þú vilt að það geri?).
Getur bætt sýnileika vefsíðunnar gagnvart leitarvélum (leitarvélabestun til að birtast hærra á Google og fá meiri umferð á vefsíðuna).
Getur fengið tilkynningu frá Google ef það er óæskilegur kóði (spam, malware o.s.frv.) á vefsíðunni þinni.

Fyrir hverja

Þá sem þekkja aðeins til Google Analytics og vilja notfæra sér það betur.

Nánar um kennara

Hannes Agnarsson Johnson hefur unnið við vefþróun og stafræna markaðssetningu m.a. fyrir TM Software, Tempo, Plain Vanilla, CCP og núna Smitten. Hannes hefur verið að búa til vefsíður og greina vefumferð nokkurn veginn síðan hann kynntist fyrst Internetinu árið 1996. Hannes er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og diplóma í markaðssamskiptum og almannatengslum frá Opna háskólanum. Nánari upplýsingar um Hannes og námskeiðið hér.

Aðrar upplýsingar

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi meðferðis fartölvu á námskeiðið og Einnig er gott ef þátttakendur eru búnir að setja upp Google Analytics reikning. Einnig er gott ef þátttakendur eru búnir að setja upp Google Analytics reikning til að geta fylgst með yfirferðinni og skoðað eigin gögn. Farið verður yfir glærur með skjáskotum svo nemendur geti farið yfir efnið aftur og rifjað auðveldlega upp.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.
Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Google Analytics og leitarvélabestun fyrir byrjendur

Verð
32900