Fjarnámskeið

Gagnasöfn og SQL

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 30. september
Almennt verð 59.300 kr. 53.900 kr.

Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar

Fim. 10. og 17. okt. kl. 13:00 - 16:00

6 klst.

Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent í tölvunarfræði við HÍ

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Á námskeiðinu er farið í skipulag venslagagnasafnskerfa og fyrirspurnarmálið SQL. Fjallað er um fræðilega undirstöðu gagnasafna og einfaldar gerðir SQL fyrirspurna æfðar í fría gagnasafnskerfinu SQLite.

Nær öll gagnasafnskerfi í dag eru byggð á venslalíkaninu og nota SQL fyrirspurnarmálið til að vinna með gögnin. Það er því mikilvægt fyrir þá sem vinna mikið með gagnasöfn að skilja eiginleika þessara kerfa, bæði möguleika þeirra og takmarkanir.

Þetta er fyrra námskeiðið af tveimur um gagnasafnskerfi og SQL fyrirspurnarmálið. Á þessu námskeiði er farið almennt í skipulag venslagagnasafna og skoðaðar einfaldar SQL fyrirspurnir. Einnig er farið yfir það hvernig gagnasöfn eru búin til, gögn flutt inn í þau og hvernig hægt er að breyta gögnum. Gerðar eru æfingar í fría gagnasafnskerfinu SQLite, en það er mjög einfalt í uppsetningu og er eitt mest notaða gagnasafnskerfið í heiminum í dag.

Á námskeiðinu er fjallað um

Almennt skipulag venslagagnasafnskerfa.
SQL fyrirspurnir á eina töflu. Röð úrtaks og takmörkun þess.
Samsöfnun og hópun gagna í SQL.
SQL skipanir til að búa til töflur, setja inn gögn, breyta þeim og eyða.
Inn- og útflutning gagna.
Fría gagnasafnskerfið SQLite sem verður notað til æfinga.

Ávinningur þinn

Þátttakendur kynnast fræðilegri undirstöðu venslagagnasafnskerfa. Þeir æfast í að vinna með SQL fyrirspurnarmálið til að ná í upplýsingar úr gagnasöfnum og skilja betur kosti og galla SQL sem viðmóts fyrir notendur.

Fyrir hverja

Ætlað þeim sem vinna með gagnasafnskerfi og vilja skilja betur eiginleika þeirra. Tilvalið fyrir starfsmenn hugbúnaðarfyrirtækja eða –deilda sem ekki eru tölvunarfræðingar. Hentar t.d. einnig viðskiptafræðingum sem vinna með mikið gagnamagn og vilja kanna kosti þess að færa gögnin og vinnslu þeirra yfir í „alvöru" gagnasafnskerfi.

Nánar um kennara

Hjálmtýr Hafsteinsson er dósent í tölvunarfræði við HÍ. Hann hefur kennt þar námskeið um gagnasafnsfræði auk fjölmargra annara tölvunarfræðinámskeiða í grunn- og framhaldsnámi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Gagnasöfn og SQL

Verð
59300

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu er fari&eth; &iacute; skipulag venslagagnasafnskerfa og fyrirspurnarm&aacute;li&eth; SQL. Fjalla&eth; er um fr&aelig;&eth;ilega undirst&ouml;&eth;u gagnasafna og einfaldar ger&eth;ir SQL fyrirspurna &aelig;f&eth;ar &iacute; fr&iacute;a gagnasafnskerfinu SQLite.</span>