Upplýsingar vegna Covid-19 aðgengilegar hér

Staðnámskeið

Agile verkefnastjórnun

Verð 32.900 kr.

Þri. 30. nóv. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Viktor Steinarsson, yfirmaður gagnateymis og hugbúnaðarþróunar viðskiptakerfa Símans og vottaður verkefnastjóri IPMA og ScrumMaster

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Hugmyndafræði Agile við stjórnun verkefna er upphaflega komin frá hugbúnaðariðnaðinum en hefur síðastliðin ár verið að breiðast út í fleiri greinar atvinnulífsins.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði Agile verkefnastjórnunar ásamt því að skoða Scrum. Fjallað verður um helstu hugtök, hlutverk og uppbyggingu aðferðafræðinnar og tengsl hennar við skipulag fyrirtækja í dag og hvernig hún getur nýst við stjórnun verkefna í verkefnadrifnum skipulagsheildum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Agile hugmyndafræði.
Grunnatriði Scrum hugmyndafræðinnar.
Hlutverk í Scrum.
Eftirfylgni með Scrum.
Teymisvinnu.
Samsetningu teyma og skipulag verkefna.
Hvernig hægt er að nýta Scrum við daglega stjórnun verkefna.
Mat verkefna, verkþátta og áætlanir í Scrum.
Niðurbrot verkefna.
Mannlega þáttinn í verkefnastjórnun.

Ávinningur þinn

Aukin þekking á grunnatriðum Agile og Scrum.
Aukin þekking á stýringu verkefna.
Betri skilningur á því hvernig mögulegt er að nýta Agile verkefnastjórnun við úrlausn ólíkra tegunda verkefna.

Fyrir hverja

Námskeiðið er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að kynnast Agile verkefnastjórnun og notkun Agile aðferðafræðarinnar við stýringu verkefna.

Aðrar upplýsingar

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum.

Fyrirvari
Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. sóttvarnarreglur, koma í veg fyrir að hefðbundin kennsla geti farið fram í húsnæði Endurmenntunar á auglýstum námskeiðstíma verður brugðist við með því að:
A – færa námskeiðið og kynna skráðum þátttakendum nýjar dagsetningar með eins góðum fyrirvara og unnt er,
eða
B – kenna námskeiðið sem fjarnámskeið í gegnum ZOOM á áður auglýstum tíma.

Komi til ofangreindra breytinga fá skráðir þátttakendur allar nauðsynlegar upplýsingar sendar í tölvupósti og geta þeir þá tekið ákvörðun um skráningu sína í ljósi breyttra forsenda.

Nánar um kennara

Viktor Steinarsson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í verkefnastjórnun frá HÍ (MPM). Viktor er IPMA vottaður verkefnastjóri og hefur starfað sem verkefnastjóri, ScrumMaster, ráðgjafi og stjórnandi hjá fyrirtækjum bæði hér heima og erlendis og starfar í dag sem yfirmaður gagnateymis og hugbúnaðarþróunar viðskiptakerfa Símans.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Agile verkefnastjórnun

Verð
32900

<span class="fm-plan">Hugmyndafr&aelig;&eth;i Agile vi&eth; stj&oacute;rnun verkefna er upphaflega komin fr&aacute; hugb&uacute;na&eth;ari&eth;na&eth;inum en hefur s&iacute;&eth;astli&eth;in &aacute;r veri&eth; a&eth; brei&eth;ast &uacute;t &iacute; fleiri greinar atvinnul&iacute;fsins.</span>