Staðnámskeið

Napóleon

- hver var hann í raun?
Verð 41.700 kr.
Í gangi

Bestu jólagjafirnar koma huganum á hreyfingu! Kaupa gjafabréf Endurmenntunar

Þri. 14. nóv - 5. des. kl. 20:00 - 22:00 (4x)

8 klst.

Illugi Jökulsson rithöfundur

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Nú í vetrarbyrjun verður frumsýnd stórmyndin Napoleon sem margir hafa beðið eftir. Í myndinni fer Joaquin Phoenix með hlutverk Napóleons, keisara Frakklands, en saga hans er bæði litrík og dramatísk. Á þessu námskeiði mun Illugi Jökulsson fjalla um keisarann og rekja sögu hans frá uppvaxtarárunum á Korsíku, í gegnum frönsku byltinguna, hernaðarsnilld hans, sigra og mistök á vígvellinum, stormasöm ástarmál, umbótahugmyndir og að lokum útlegð.

Ýmsar spurningar vakna þegar kafað er ofan í ævi og störf Napóleons, meðal annars: Hvað varð til þess að þessi fátæki piltur af afskekktri eyju náði æðstu völdum í öflugasta ríki Evrópu? Hver var Jósefína, sú kona sem hann elskaði allra mest en hlaut þó að skilja við og hverju hefði það breytt ef hún hefði alið honum son? Hvaða hugmyndir hafði hann um framtíð Frakklands og Evrópu og hvers vegna raðaði hann, sem sjálfur hafði brotist til valda af eigin verðleikum, óhæfum ættingjum sínum í flesta valdapósta í Evrópu? Á námskeiðinu verður fjallað um þessar spurningar og fleiri til þegar allur ferill Napóleons gerður upp, áhrif hans og það sem eftir stendur, og loks hvernig Napóleon birtist í bíómyndum og bókum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Frönsku byltinguna sem byrjaði með uppreisn gegn kúgun og stöðnun konungsveldis en endaði með blóðugri ógnarstjórn byltingarinnar.
Fjölskyldu Napóleons og uppeldi hans á Korsíku þar sem móðurmál hans var ítölsk mállýska en ekki franska
Ástarmál Napóleons - Jósefínu, ástmeyjar og börn utan hjónabands.
Hernaðarsnilld Napóleons sem margir halda fram að hafi verið mesti herforingi sögunnar.
Hugmyndir Napóleons og umbótahugmyndir sem ollu því að hann var talinn frelsari af mörgum í Evrópu?
Valdatíð Napóleons, hvernig var hann á valdastóli og hver voru helstu mistök hans.
Ósigra sem hröktu Napóleon frá völdum, fangavist orrustuna við Waterloo og ævilok.

Ávinningur þinn

Gott yfirlit yfir litríka ævi og fjölmörg störf Napóleons.
Innsýn í sögulega stórviðburði á borð við frönsku byltinguna, innrásina í Rússland 1812 og orrustuna við Waterloo.

Fyrir hverja

Námskeið Illuga Jökulssonar eru fyrir almenning og ætluð þeim sem hafa áhuga á æsilegum sögulegum atburðum og baksviði þeirra. Illugi leggur sig fram um að útskýra atburði, strauma og stefnur þannig að engrar sérstakrar fyrirframþekkingar er krafist.

Nánar um kennara

Illugi hefur kennt fjölda námskeiða hjá EHÍ um söguleg og menningarleg efni - forseta Bandaríkjanna, Jesús frá Nasaret, Rómarkeisara, sögu Úkraínu, Winston Churchill, Hitler og Stalín.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur þurfa aðeins að taka með sér forvitni og áhuga, annað ekki. Spurningar eru mjög velkomnar og Illugi hvetur til umræðna í hópnum um efni námskeiðsins.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Napóleon

Verð
41700

<span class="fm-plan">N&uacute; &iacute; vetrarbyrjun ver&eth;ur frums&yacute;nd st&oacute;rmyndin </span><span class="fm-italic">Napoleon</span><span class="fm-plan"> sem margir hafa be&eth;i&eth; eftir. &Iacute; myndinni fer Joaquin Phoenix me&eth; hlutverk Nap&oacute;leons, keisara Frakklands, en saga hans er b&aelig;&eth;i litr&iacute;k og dramat&iacute;sk. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i mun Illugi J&ouml;kulsson fjalla um keisarann og rekja s&ouml;gu hans fr&aacute; uppvaxtar&aacute;runum &aacute; Kors&iacute;ku, &iacute; gegnum fr&ouml;nsku byltinguna, herna&eth;arsnilld hans, sigra og mist&ouml;k &aacute; v&iacute;gvellinum, stormas&ouml;m &aacute;starm&aacute;l, umb&oacute;tahugmyndir og a&eth; lokum &uacute;tleg&eth;.</span>