Fjarnámskeið

Microsoft Teams fyrir virka notendur

- fullnýttu möguleikana
Verð 29.400 kr.
Aðeins 3 sæti laus
Í gangi

Fim. 9. nóv. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Microsoft Teams, ásamt öðrum Microsoft 365 (M365) afurðum hefur verið innleitt hjá fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga enda frábært tæki til að halda utan um teymi, fjarfundi, deila gögnum, spjalla (e. chat) og margt fleira.

Microsoft Teams hefur þróast mikið síðan það kom fyrst út og oft getur verið erfitt að fylgjast með því nýjasta.

Á þessu námskeiði verður farið yfir daglega notkun svo sem uppröðun teyma, festur, síur, bókamerki, skipanir, tengingar við önnur kerfi, uppsetningu lista, samskipti við SharePoint, nýjar viðbætur og fleira.

Yfirferð:
Uppröðun teyma – notendur.
Rásir – vinsælast.
Notkun á virkni (e. activity) – síun.
Merkingar á skilaboðum.
Skipanir í leitarglugga.
Notkun á listum innan Teams.
Tengingar við Sharepoint og önnur kerfi.
Sniðmát og aðgengi að gögnum í Sharepoint
Samvinna á skrám og merkingar.
Fundir – bókun, rásir og upptökur.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað notendum Microsoft 365 pakkans sem vilja nýta sér möguleika hans enn betur. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi þekkingu á Teams og/eða hafi lokið grunnnámskeiðinu, Microsoft Teams & OneDrive hjá EHÍ.

Nánar um kennara

Atli Þór Kristbergsson hefur starfað við upplýsingatækni frá árinu 1998, fyrst sem kerfis- og vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsingatæknideildar Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hefur hann einkum sinnt kennslu, ráðgjöf og vefsíðugerð.

Aðrar upplýsingar

Gott er að hafa aðgang að Microsoft Teams meðan á námskeiðinu stendur frá vinnustöð eða í gegnum vafra.

Veitið athygli - námskeiðið hét áður Microsoft Teams - dagleg notkun.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Microsoft Teams fyrir virka notendur

Verð
29400